Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 20:30 Farhad Sadat flúði frá Afganistan og kom til Íslands fyrir ári síðan. Hann berst nú fyrir því að fá foreldra sína og systur til Íslands en þau eru stödd í Kabúl. Vísir Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. Farhad Sadat hefur verið búsettur hér á landi í eitt ár en eiginkona hans og börn komu til hans í byrjun mánaðar, rétt áður en Talibanar tóku völd í Afganistan. Áhyggjur Farhads eru þó ekki úti, en aldraðir foreldrar hans og tvær systur eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau hingað til Íslands. Mursal, systir Farhads, er menntaður kennari og aðeins 25 ára gömul. Hún hefur verið virk í kvenréttindabaráttu í Afganistan.Aðsend „Ég berst núna fyrir því að fá þær hingað vegna þess að ég er eini bróðir þeirra,“ segir Farhad í samtali við fréttastofu. „Líf þeirra er í mikilli hættu, þau eru elt og þau geta ekki farið neitt frá Kabúl.“ Yngsta systir hans, Freshta, hefur verið virk í baráttu fyrir réttindum kvenna en hún starfaði einnig fyrir Bandaríkjaher sem vefhönnuður. Mursal systir þeirra hefur starfað við að efla réttindi kvenna með ýmsum kvenréttindasamtökum. Þá starfaði faðir þeirra lengi fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök. Farhad hvetur íslensk stjórnvöld til að grípa strax til aðgerða. Freshta er 24 ára gamall tölvunarfræðingur. Hún vakti mikla athygli í Afganistan árið 2019 þegar hún vann til verðlauna sem efnilegasta konan í tækni. Hún starfaði þá fyrir bandaríska herinn í Afganistan og er virk í kvenréttindabaráttu.Aðsend „Ég vil að íslensk stjórnvöld taki á móti þessu fólki frá Afganistan og nái því út,“ segir Farhad. „Þau ættu að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er.“ Hann muni enn eftir ógnarstjórn Talibana og vilji ekki sjá fjölskyldu sína ganga í gegn um slíkt aftur. „Ég var tekin af Talibönum, þeir níddust á mér og þeir börðu mig. Þá var ég bara lítið barn. Og móðir mín, hún var hýdd. Hún var klædd í sokka svo það sást aðeins í fæturna hennar. Talibanar börðu hana með kapli,“ segir Farhad. Foreldrar systkinanna: Sayed Akbar, 79 ára, og Paighla Najeba, 66 ára. Sayed starfaði í fjórtán ár fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök.Aðsend Mikið öngþveiti ríkir enn við alþjóðaflugvöllinn og víðar í Kabúl þar sem Afganar reyna að smygla sér inn fyrir girðingarnar þrátt fyrir gæslu Talibana. Ríkisstjórn Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögur flóttamannanefndar um móttöku afgansks flóttafólks. Lokað hefur verið fyrir ummæli við þessa frétt. Lesendur eru minntir á að halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Farhad Sadat hefur verið búsettur hér á landi í eitt ár en eiginkona hans og börn komu til hans í byrjun mánaðar, rétt áður en Talibanar tóku völd í Afganistan. Áhyggjur Farhads eru þó ekki úti, en aldraðir foreldrar hans og tvær systur eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau hingað til Íslands. Mursal, systir Farhads, er menntaður kennari og aðeins 25 ára gömul. Hún hefur verið virk í kvenréttindabaráttu í Afganistan.Aðsend „Ég berst núna fyrir því að fá þær hingað vegna þess að ég er eini bróðir þeirra,“ segir Farhad í samtali við fréttastofu. „Líf þeirra er í mikilli hættu, þau eru elt og þau geta ekki farið neitt frá Kabúl.“ Yngsta systir hans, Freshta, hefur verið virk í baráttu fyrir réttindum kvenna en hún starfaði einnig fyrir Bandaríkjaher sem vefhönnuður. Mursal systir þeirra hefur starfað við að efla réttindi kvenna með ýmsum kvenréttindasamtökum. Þá starfaði faðir þeirra lengi fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök. Farhad hvetur íslensk stjórnvöld til að grípa strax til aðgerða. Freshta er 24 ára gamall tölvunarfræðingur. Hún vakti mikla athygli í Afganistan árið 2019 þegar hún vann til verðlauna sem efnilegasta konan í tækni. Hún starfaði þá fyrir bandaríska herinn í Afganistan og er virk í kvenréttindabaráttu.Aðsend „Ég vil að íslensk stjórnvöld taki á móti þessu fólki frá Afganistan og nái því út,“ segir Farhad. „Þau ættu að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er.“ Hann muni enn eftir ógnarstjórn Talibana og vilji ekki sjá fjölskyldu sína ganga í gegn um slíkt aftur. „Ég var tekin af Talibönum, þeir níddust á mér og þeir börðu mig. Þá var ég bara lítið barn. Og móðir mín, hún var hýdd. Hún var klædd í sokka svo það sást aðeins í fæturna hennar. Talibanar börðu hana með kapli,“ segir Farhad. Foreldrar systkinanna: Sayed Akbar, 79 ára, og Paighla Najeba, 66 ára. Sayed starfaði í fjórtán ár fyrir þýsk og dönsk alþjóðasamtök.Aðsend Mikið öngþveiti ríkir enn við alþjóðaflugvöllinn og víðar í Kabúl þar sem Afganar reyna að smygla sér inn fyrir girðingarnar þrátt fyrir gæslu Talibana. Ríkisstjórn Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögur flóttamannanefndar um móttöku afgansks flóttafólks. Lokað hefur verið fyrir ummæli við þessa frétt. Lesendur eru minntir á að halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Uppreisnarhersveitir sagðir hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40