Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 08:12 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er gagnrýnin á framgang borgaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk myndi fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið vegna mygluvanda í skólahúsnæðinu. Gámarnir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Foreldrar barna við skólann hafa mótmælt þessari niðurstöðu og framgöngu borgarinnar í málefnum skólans. Einnig hefur fundist mygla í leikskólanum Kvistaborg. Ekki börnunum boðlegt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir óboðlegt hve langan tíma framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið. Þetta er haft eftir henni í Morgunblaðinu í dag en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann. „Þetta vandamál var umfangsmeira en menn héldu í fyrstu og frágangurinn reyndist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma,“ segir hún. „Það er þó börnunum ekki boðlegt því að tíminn líður svo hratt og hver dagur skiptir máli.“ Þá segir hún foreldra ansi hrædda um að lausnin á húsnæðisvanda skólans sé ekki tímabundin. Kanna vilja foreldra Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í gær þar sem þeir voru boðnir eftirfarandi kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis í dag til að svara könnuninni. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda. Lausnir væru í sjónmáli en sennilegt væri að Víkingsheimilið yrði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk myndi fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið vegna mygluvanda í skólahúsnæðinu. Gámarnir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Foreldrar barna við skólann hafa mótmælt þessari niðurstöðu og framgöngu borgarinnar í málefnum skólans. Einnig hefur fundist mygla í leikskólanum Kvistaborg. Ekki börnunum boðlegt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir óboðlegt hve langan tíma framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið. Þetta er haft eftir henni í Morgunblaðinu í dag en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann. „Þetta vandamál var umfangsmeira en menn héldu í fyrstu og frágangurinn reyndist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma,“ segir hún. „Það er þó börnunum ekki boðlegt því að tíminn líður svo hratt og hver dagur skiptir máli.“ Þá segir hún foreldra ansi hrædda um að lausnin á húsnæðisvanda skólans sé ekki tímabundin. Kanna vilja foreldra Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í gær þar sem þeir voru boðnir eftirfarandi kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis í dag til að svara könnuninni. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda. Lausnir væru í sjónmáli en sennilegt væri að Víkingsheimilið yrði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20. ágúst 2021 18:50
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17
Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. 19. ágúst 2021 09:33