Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 20:44 Halla kennir börnum í þriðja bekk í Fossvogsskóla. facebook Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. „Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“ Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
„Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17