Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 18:50 Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. Skólaráð fundaði með fulltrúum Reykjavíkurborgar í gærkvöldi vegna málsins. Í kjölfarið ákvað borgin að leita beint til foreldra og kanna vilja þeirra með könnun, þar sem boðið er upp á þrjá valkosti í stöðunni. Þeir eru: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrar hafa til hádegis á morgun að svara könnuninni og vonast borgin eftir góðri þátttöku. Vilja hjálpa hverfinu Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins, segir í samtali við Vísi að samtökin hafi ekki neinna hagsmuna að gæta í málinu. Þau hafi aðeins séð umfjöllun um vandann sem var kominn upp og boðið Reykjavíkurborg að nýta aðstöðu sína. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Við lítum bara á þetta sem nágrannagreiða. Við erum hérna í sama póstnúmeri og viljum bara hjálpa til í hverfinu eins og við getum,“ segir Hjördís. „Okkur finnst þetta vera samfélagsleg ábyrgð. Það er fullt af börnum þarna sem hafa ekki húsnæði til að byrja í skólanum.“ Hún segir húsnæðið henta vel undir kennslu nokkurra árganga. Hjálpræðisherinn er enn með starfsemi í húsinu en hún segir að hún sé sjaldnast mikil á skólatíma. Ekkert mál væri að vinna sig í kring um það að kennt yrði í húsnæðinu á daginn. Vísir ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar og varaformann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um málið í gær: Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Skólaráð fundaði með fulltrúum Reykjavíkurborgar í gærkvöldi vegna málsins. Í kjölfarið ákvað borgin að leita beint til foreldra og kanna vilja þeirra með könnun, þar sem boðið er upp á þrjá valkosti í stöðunni. Þeir eru: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrar hafa til hádegis á morgun að svara könnuninni og vonast borgin eftir góðri þátttöku. Vilja hjálpa hverfinu Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins, segir í samtali við Vísi að samtökin hafi ekki neinna hagsmuna að gæta í málinu. Þau hafi aðeins séð umfjöllun um vandann sem var kominn upp og boðið Reykjavíkurborg að nýta aðstöðu sína. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Við lítum bara á þetta sem nágrannagreiða. Við erum hérna í sama póstnúmeri og viljum bara hjálpa til í hverfinu eins og við getum,“ segir Hjördís. „Okkur finnst þetta vera samfélagsleg ábyrgð. Það er fullt af börnum þarna sem hafa ekki húsnæði til að byrja í skólanum.“ Hún segir húsnæðið henta vel undir kennslu nokkurra árganga. Hjálpræðisherinn er enn með starfsemi í húsinu en hún segir að hún sé sjaldnast mikil á skólatíma. Ekkert mál væri að vinna sig í kring um það að kennt yrði í húsnæðinu á daginn. Vísir ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar og varaformann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um málið í gær:
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16