Lífið

Mis­skildi grímu­skyldu á fundi með við­bragðs­aðilum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gylfi var aðeins að misskilja reglur Þórólfs á fundinum í morgun.
Gylfi var aðeins að misskilja reglur Þórólfs á fundinum í morgun. facebook/vilhelm

Það er ekkert gaman að taka sig of alvarlega, að mati Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahúsa Rauða krossins. Það var því ekki leiðinlegt hjá honum í morgun á fundi sínum með Almannavörnum, sóttvarnalækni, ráðuneytum, landspítalanum og fleirum en Gylfi mætti á hann glæddur grímubúningi.

Kvaðst hann hafa misskilið grímuskyldu heilbrigðisyfirvalda, hélt að hún væri skylda til að klæðast grímubúning og mætti því klæddur sem Super Mario á fundinn.

„Þórólfur, er ég einn um það að misskilja þetta með grímuskylduna á föstudögum? Er það bara ég sem misskildi það?“ spyr Gylfi þá sem sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað og uppsker hlátur þeirra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×