„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2021 20:22 Starfsfólk Landspítalans í fullum Covid-19 skrúða. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í pistli sem Tómas birti á Facebook í kvöld. Ætla má að þar sé hann að vitna í nýlegt viðtal Morgunblaðsins við Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóra Landspítalans og núverandi forstjóra Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Viðtalinu var slegið upp með fyrirsögninni: „Sagði upp 400 læknum og sjúkraliðum“. Þar kom einnig fram að þrátt fyrir þetta hafi framleiðsla á spítalanum aukist, auk ýmissa annarra jákvæðra áhrifa. Segir Tómas að verið sé að tala niður hversu erfið fjórða bylgjan sé, á sama tíma og gagnrýni á Landspítalann og sóttvarnalækni sé básúnuð. Segir Tómas að staðan á Landspítalanum sé erfið. Tómas Guðbjartsson, hér á gosstöðvunum ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.Vísir/Vilhelm „Það er verið að ausa skútuna í þessum töluðu orðum. Í dag lögðust tveir sjúklingar til viðbótar með Covid á gjörgæslu. Þeir eru því 6 talsins - sem er gríðarlega mikið í ekki fjölmennara landi en okkar - hvort sem gjörgæslurými eru 10, 15 eða 20 talsins. Vandinn væri enn stærri ef ekki hefðu verið sendir gjörgæslusjúklingar í öndunarvél með sjúkraflugi erlendis - og norður á Akureyri. Loks hefur verið skrúfað niður í stærri skurðaðgerðum - eitthvað sem allir sjá að gengur ekki til lengdar. Starfsfólk er kallað inn úr sumafríi, aðrir mæta sjálfviljugir af einkastofum og allir bæta á sig endalausum aukavöktum,“ skrifar Tómas. Segir Tómas að við þessar aðstæður sé það fáránlegt að að berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum, um sé að ræða órökstuddar fullyrðingar sem Tómas telur lykta af kosningapopúlisma. „Á leku skipi er ekki fækkað í áhöfn. Í staðinn hjálpast allir að - bæði skipverjar og farþegar - og ausa botninn svo skipið haldist á floti. Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis eru því illa tímasett og bara til þess að auka á gremju - bæði innanhúss sem utan. Nú þurfa allir að halda fókus - líka þeir sem halda um penna á stóru fjölmiðlum landsins. Enda árangursríkara í ólgusjó að róa í sömu átt.“ Fjölmiðlar Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. 11. ágúst 2021 10:05 Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í pistli sem Tómas birti á Facebook í kvöld. Ætla má að þar sé hann að vitna í nýlegt viðtal Morgunblaðsins við Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóra Landspítalans og núverandi forstjóra Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Viðtalinu var slegið upp með fyrirsögninni: „Sagði upp 400 læknum og sjúkraliðum“. Þar kom einnig fram að þrátt fyrir þetta hafi framleiðsla á spítalanum aukist, auk ýmissa annarra jákvæðra áhrifa. Segir Tómas að verið sé að tala niður hversu erfið fjórða bylgjan sé, á sama tíma og gagnrýni á Landspítalann og sóttvarnalækni sé básúnuð. Segir Tómas að staðan á Landspítalanum sé erfið. Tómas Guðbjartsson, hér á gosstöðvunum ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.Vísir/Vilhelm „Það er verið að ausa skútuna í þessum töluðu orðum. Í dag lögðust tveir sjúklingar til viðbótar með Covid á gjörgæslu. Þeir eru því 6 talsins - sem er gríðarlega mikið í ekki fjölmennara landi en okkar - hvort sem gjörgæslurými eru 10, 15 eða 20 talsins. Vandinn væri enn stærri ef ekki hefðu verið sendir gjörgæslusjúklingar í öndunarvél með sjúkraflugi erlendis - og norður á Akureyri. Loks hefur verið skrúfað niður í stærri skurðaðgerðum - eitthvað sem allir sjá að gengur ekki til lengdar. Starfsfólk er kallað inn úr sumafríi, aðrir mæta sjálfviljugir af einkastofum og allir bæta á sig endalausum aukavöktum,“ skrifar Tómas. Segir Tómas að við þessar aðstæður sé það fáránlegt að að berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum, um sé að ræða órökstuddar fullyrðingar sem Tómas telur lykta af kosningapopúlisma. „Á leku skipi er ekki fækkað í áhöfn. Í staðinn hjálpast allir að - bæði skipverjar og farþegar - og ausa botninn svo skipið haldist á floti. Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis eru því illa tímasett og bara til þess að auka á gremju - bæði innanhúss sem utan. Nú þurfa allir að halda fókus - líka þeir sem halda um penna á stóru fjölmiðlum landsins. Enda árangursríkara í ólgusjó að róa í sömu átt.“
Fjölmiðlar Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. 11. ágúst 2021 10:05 Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54 Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. 11. ágúst 2021 10:05
Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. 10. ágúst 2021 18:54
Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. 10. ágúst 2021 10:56
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30