Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2021 16:01 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur haft umsjón með farsóttarhúsunum frá því að faraldurinn hófst. Fyrst við Rauðarárstíg en síðan hefur þeim fjölgað. Með nýju húsi á Akureyri verða þau fimm. Vísir/Vilhelm Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Ísraelsku ferðamennirnir, sem eru komnir á efri ár, eru sumir hverjir komnir til síns heima. Fimm voru fluttir til Ísraels á þriðjudag og fjórir fóru úr landi í gær. Þeirra á meðal kona sem lögð hafði verið inn á gjörgæslu að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir enn hátt í þrjátíu ísraelska ferðamenn með Covid-19 á farsóttarhúsinu. Allur gangur sé á því hvernig fólkið hafi það. Uppiskroppa með lyfin sín „Þetta er allt mjög fullorðið fólk og þau hafa verið mishress,“ segir Gylfi og vísar til annarra mála sem þurfi að sinna. Fólk verði uppiskroppa með lyf og ýmislegt annað sísl sem fylgi háum aldri. Hann segir ísraelska sendiráðið vinna í því að koma fólkinu til síns heima en þekki ekki hvernig þau mál standi. Sendiráðið er ekki staðsett á Íslandi heldur í Noregi sem væntanlega flýtir ekki fyrir lausn í málinu. Almennt sé staðan þó þannig í faróttarhúsinu að það fjölgi á hverjum degi. „Það er ekkert skrýtið á meðan það eru hundrað plús smit í samfélaginu á hverjum degi,“ segir Gylfi. 218 gestir dvelja í húsnæði Rauða krossins sem er annars vegar tvö hús í Þórunnartúni og hins vegar tvö á Rauðarárstíg. Jaðarhópar áfram í sóttkví Af gestunum 218 eru 176 í einangrun. Stór hluti afgangsins eru fangar af Vernd en starfsemi þar lamaðist eftir að smit kom upp í húsakynnum Verndar. Þá segir Gylfi jaðarhópa á borð við heimilislausa og hælisleitendur í sóttkví í húsnæðinu enda eigi fólkið ekki í önnur hús að vernda. Margt hafi breyst í ágúst þegar ákveðið var að hætta að taka við ferðamönnum sem vildu taka út sóttkví í farsóttarhúsi. Við það hafi losnað um mikið pláss en farsóttarhúsin voru yfirfull í júlí og komust færri að en vildu. Nýtt hús á Akureyri „Ég á alltaf pláss fyrir einangrun, fyrir þá sem þurfa hana nauðsynlega. Auðvitað er best ef fólk getur verið heima hjá sér en eftir að við losnuðum við ferðamennina þá opnaðist mikið rými fyrir okkur sem við erum að nýta.“ Til stendur að opna farsóttarhús á Akureyri á næstu dögum. Þar verður pláss fyrir átta í einangrun. „Það er gert í ljósi þess að bæði varð smit í Grímsey sem gott er að fylgjast með. Þaðan er langt í læknisþjónustu. Eins hefur veiran verið að láta kræla á sér í Eyjafirðinum,“ bætir Gylfi við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tengdar fréttir Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29 Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. 17. ágúst 2021 13:29
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. 16. ágúst 2021 10:07