Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Klopp á hliðarlínunni um helgina. John Powell/Getty Images Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Liverpool vann þægilegan 3-0 útisigur á nýliðum Norwich City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór síðustu helgi. Frammistaðan inn á vellinum var frábær og þó það sé frábært að áhorfendur séu mættir í stúkuna á nýjan leik tókst stuðningsfólki Liverpool að setja svartan blett á sigurinn. Hómófóbískum söngvum var beint að Billy Gilmour, miðjumanni Norwich. Klopp fordæmir slíka hegðun og hefur beðið stuðningsfólk Liverpool vinsamlegast að hætta að syngja slíka söngva. Liverpool manager Jurgen Klopp has condemned homophobic chanting by supporters aimed at Norwich's on-loan midfielder Billy Gilmour at Carrow Road on Saturday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Klopp ræddi við Kop Out, LGBT+ stuðningshóp Liverpool, um málið. „Af hverju að syngja lag sem er gegn einhverju á fótboltavellinum. Ég hef aldrei skilið það. Sérstaklega ekki í okkar tilfelli, við erum líklega með bestu söngbók í heimi. Það er mjög auðveld ákvörðun að ákveða að syngja ekki söngva sem þessa aftur.“ „Ég heyrði söngvana, þeir eru óþarfi. Það lætur fólki líða illa með stuðningshóp okkar. Fyrir mér þýðir það að slíkir söngvar ættu ekki að vera sungnir áfram. Ég virkilega trúi því að það sé auðveld ákvörðun (að hætta að syngja níðsöngva) og það ætti að vera það.“ „Ég er ekki viss um að fólk hlusti á mig en það væri ágætt í þessu tilfelli. Ég vil aldrei heyra þetta aftur. Frá sjónarhóli leikmanna og þjálfara get ég sagt að slíkir söngvar hjálpa okkur ekki neitt. Þeir eru sóun á tíma þar sem við hlustum ekki á þá.“ Jürgen Klopp met with @LFC_LGBT this week to discuss the incident of homophobic chanting at Norwich City. The pair discuss the impact of such chants on LGBT+ supporters, why they should not occur again, and the importance of inclusivity. #RedTogether pic.twitter.com/J5Axce1PqR— Liverpool FC (@LFC) August 19, 2021 „Jákvæðir söngvar um Bobby Firmino, Mo Salah eða You´ll Never Walk Alone, þeir gefa okkur byr í seglin. Þeir gefa okkur gæsahúð. Níðsöngvar eru hins vegar alger sóun á tíma,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Hinsegin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira