Erlent

Stað­festa fugla­flensu­far­aldur á Fíla­beins­ströndinni

Kjartan Kjartansson skrifar
Fuglaflensa er bráðsmitandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Fuglaflensa er bráðsmitandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa staðfest faraldur fuglaflensu í nágrenni borgarinnar Abidjan. Flensan sem er bráðsmitandi hefur skotið upp kollinum í nokkrum ríkjum Vestur-Afríkulöndum að undanförnu.

Sýnataka sýndi fram á að fjöldi fugla sem drapst í bænum Grand Bassam í síðasta mánuði hafi verið smitaðir af H5N1-fuglaflensunni. Yfirvöld segja að þegar hafi verið gripið til aðgerða og fuglum verið slátrað.

Flutningur á fiðurfé hefur verið takmarkaður á svæðinu í kringum Grand Bassam en það er rúma fjörutíu kílómetra utan við Abidjan sem er einn helsti kaupstaður landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hefur innflutningur á fuglum frá öðrum löndum þar sem fuglaflensan hefur komið upp verið stöðvaður.

Þúsundum fugla var slátrað í Tógó og Gana þegar flensan greindist þar í júní og júlí. Tilfelli hafa einnig komið upp í Níger, Búrkína Fasó, Nígeríu, Máritaníu og Senegal á þessu ári. Síðast kom fuglaflensa upp á Fílabeinsströndinni árið 2006 og 2015.


Tengdar fréttir

Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu

Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×