Draymond og Durant kenna stjórninni um hvernig fór fyrir gullaldarliði Warriors Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 16:01 Kevin Durant og Draymond Green urðu tvívegis meistarar saman með Golden State Warriors. KELLEY L. COX/USA TODAY Draymond Green og Kevin Durant, fyrrum samherjar hjá Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta fóru yfir af hverju Durant yfirgaf eitt af bestu liðum NBA-sögunnar sumarið 2019. Kevin Durant og Draymond Green unnu NBA-meistaratitilinn árin 2017 og 2018 sem liðsfélagar hjá Golden State Warriors. Liðið hefði getað unnið þrjú ár í röð en beið lægri hlut fyrir Toronto Raptors í úrslitum sumarið 2019 með Durant meiddan á hliðarlínunni. Sama sumar samdi Durant við Brooklyn Nets og voru þau vistaskipti meðal hluta sem Ólympíumeistararnir ræddu í viðtalsþættinum Chips á vegum Bleacher Report. Þar kemur fram að þeir kenni stjórn Warriors um hvernig fór í kjölfar rifrildris þeirra tveggja sem er talið hafa leitt til þess að Durant ákvað að yfirgefa félagið. Í leik gegn Los Angeles Clippers í nóvember árið 2018 lenti þeim tveimur saman. Durant hellti sér þá yfir Green þar sem sá síðarnefndi náði ekki skoti og leikurinn fór í framlengingu. Green svaraði fyrir sig og voru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. „Fyrir mína eigin geðheilsu, þar sem það hefur verið ítrekað valtað yfir mig allt síðan þú fórst, hversu mikil áhrif hafði rifrildið okkar gegn Clippers á að þú ákvaðst að fara frá Warriors,“ spyr Draymond. „Það var ekki rifrildið sjálft heldur hvernig allir, þar á meðal Steve Kerr (þjálfari), létu eins og ekkert hefði gerst. Bob Myers (framkvæmdastjóri) reyndi að refsa þér eins og það myndi fela allt sem hafði gerst,“ sagði Durant. Hann bætti svo við að þeir tveir hefðu í raun aldrei náð að leysa vandamálið, aðeins forðast það, sökum þess hvernig félagið höndlaði málið. In my opinion, they f--ked it up @Money23Green and @KDTrey5 call out Bob Myers and Steve Kerr for how the Warriors handled their infamous argument vs. the Clippers in 2018Watch the full interview NOW https://t.co/iG2bXZC859 pic.twitter.com/rGQTr0F9A2— Bleacher Report (@BleacherReport) August 18, 2021 „Þetta var í fyrsta sinn sem við sem lið fórum í gegnum eitthvað svona. Við hefðum þurft að setja öll spilin á borðið. Ég man eftir að horfa á The Last Dance og þegar Scottie (Pippen) neitaði að fara inn á völlinn undir lok leiks þá stóðu menn upp í klefa eftir leik og sögðu honum hvað þeim fannst. Við hefðum þurft á því að halda.“ „Við reyndum að dansa í kringum vandamálið. Ég var ekki hrifinn af því, andrúmsloftið eftir á gerði allt skrítið. Samskipti eru mikilvæg og við forðuðumst að tala um vandamálið, það fór mest í taugarnar á mér.“ Stjórn Golden State Warriors setti Green í eins leiks bann eftir rifrildið gegn Clippers. Hann tók undir með Durant og sagði að ef málið hefði verið höndlað öðruvísi af stjórn félagsins þá hefði það ekki orðið jafn alvarlegt og raun bar vitni. Eins og áður sagði fóru þeir félagar um víðan völl. Meðal annars ræddu þeir þegar það komst upp að Durant væri með nafnlausan Twitter-aðgang, af hverju fólki sé svona illa við ákveðna leikmenn, hvort Durant vilji börn og hvað hann ætli að gera þegar skórnir fara upp í hillu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Kevin Durant og Draymond Green unnu NBA-meistaratitilinn árin 2017 og 2018 sem liðsfélagar hjá Golden State Warriors. Liðið hefði getað unnið þrjú ár í röð en beið lægri hlut fyrir Toronto Raptors í úrslitum sumarið 2019 með Durant meiddan á hliðarlínunni. Sama sumar samdi Durant við Brooklyn Nets og voru þau vistaskipti meðal hluta sem Ólympíumeistararnir ræddu í viðtalsþættinum Chips á vegum Bleacher Report. Þar kemur fram að þeir kenni stjórn Warriors um hvernig fór í kjölfar rifrildris þeirra tveggja sem er talið hafa leitt til þess að Durant ákvað að yfirgefa félagið. Í leik gegn Los Angeles Clippers í nóvember árið 2018 lenti þeim tveimur saman. Durant hellti sér þá yfir Green þar sem sá síðarnefndi náði ekki skoti og leikurinn fór í framlengingu. Green svaraði fyrir sig og voru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. „Fyrir mína eigin geðheilsu, þar sem það hefur verið ítrekað valtað yfir mig allt síðan þú fórst, hversu mikil áhrif hafði rifrildið okkar gegn Clippers á að þú ákvaðst að fara frá Warriors,“ spyr Draymond. „Það var ekki rifrildið sjálft heldur hvernig allir, þar á meðal Steve Kerr (þjálfari), létu eins og ekkert hefði gerst. Bob Myers (framkvæmdastjóri) reyndi að refsa þér eins og það myndi fela allt sem hafði gerst,“ sagði Durant. Hann bætti svo við að þeir tveir hefðu í raun aldrei náð að leysa vandamálið, aðeins forðast það, sökum þess hvernig félagið höndlaði málið. In my opinion, they f--ked it up @Money23Green and @KDTrey5 call out Bob Myers and Steve Kerr for how the Warriors handled their infamous argument vs. the Clippers in 2018Watch the full interview NOW https://t.co/iG2bXZC859 pic.twitter.com/rGQTr0F9A2— Bleacher Report (@BleacherReport) August 18, 2021 „Þetta var í fyrsta sinn sem við sem lið fórum í gegnum eitthvað svona. Við hefðum þurft að setja öll spilin á borðið. Ég man eftir að horfa á The Last Dance og þegar Scottie (Pippen) neitaði að fara inn á völlinn undir lok leiks þá stóðu menn upp í klefa eftir leik og sögðu honum hvað þeim fannst. Við hefðum þurft á því að halda.“ „Við reyndum að dansa í kringum vandamálið. Ég var ekki hrifinn af því, andrúmsloftið eftir á gerði allt skrítið. Samskipti eru mikilvæg og við forðuðumst að tala um vandamálið, það fór mest í taugarnar á mér.“ Stjórn Golden State Warriors setti Green í eins leiks bann eftir rifrildið gegn Clippers. Hann tók undir með Durant og sagði að ef málið hefði verið höndlað öðruvísi af stjórn félagsins þá hefði það ekki orðið jafn alvarlegt og raun bar vitni. Eins og áður sagði fóru þeir félagar um víðan völl. Meðal annars ræddu þeir þegar það komst upp að Durant væri með nafnlausan Twitter-aðgang, af hverju fólki sé svona illa við ákveðna leikmenn, hvort Durant vilji börn og hvað hann ætli að gera þegar skórnir fara upp í hillu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira