Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 17:00 Robin Adriaenssen, fyrrum styrktarþjálfari Esbjerg, er ekki sáttur með leikmenn liðsins. HLN.BE Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti