Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 17:00 Robin Adriaenssen, fyrrum styrktarþjálfari Esbjerg, er ekki sáttur með leikmenn liðsins. HLN.BE Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Sjá meira
Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Sjá meira