Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 19. ágúst 2021 07:23 Gosið hefur nær viðstöðulaust í fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28