Erlent

Nýsjálensk börn verði bólusett

Heimir Már Pétursson skrifar
Þessi tólf ára stúlka var bólusett á Spáni en innan skamms verður byrjað að bólusetja jafnaldra hennar á Nýja Sjálandi.
Þessi tólf ára stúlka var bólusett á Spáni en innan skamms verður byrjað að bólusetja jafnaldra hennar á Nýja Sjálandi. Eduardo Sanz/Getty

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Nýsjálendingar glíma nú við upphaf á nýjum faraldri eftir að fyrsti einstaklingurinn í sex mánuði greindist smitaður í landinu fyrir nokkrum dögum. 

Ellefu greindust í gær og er heildarfjöldinn því kominn í tuttugu og einn. Heilbrigðisyfirvöld telja að sá fyrsti sem smitaðist hafi komið frá Ástralíu fyrr í þessum mánuði. 

Stjórnvöld hafa brugðist við með allsherjar útgöngubanni í þrjá daga en í viku í Auckland og Coromandel. Nýsjálendingar notast eingöngu við Pfizer bóluefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×