„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. ágúst 2021 23:16 Tengibyggingin, eða klósettgangurinn eins og flestir myndu jafnvel kalla hana. facebook/G. Svana Bjarnadottir Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Skólastarfið á því að fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. „Í tvö og hálft ár höfum við barist með kjafti og klóm við báknið Reykjavíkurborg um ásættanlega kennsluaðstöðu fyrir börnin okkar. Í tvö og hálft ár höfum við rekið okkur á hvern vegginn á fætur öðrum, lygarnar, svikin og hortugheitin sem við höfum mætt af hálfu Reykjavíkurborgar eiga sér vart fordæmi,“ skrifar Guðríður Svana Bjarnadóttir foreldri á Facebook síðu sinni um málið í kvöld. Börnin fái kennslu á skítugum klósettgangi Hún segist ekki hafa verið yfir sig hrifna þegar hún heyrði af því að börnin ættu að fá aðstöðu í Víkinni en ákvað að eigin sögn að gefa því séns. „Botninn tók svo úr í dag þegar okkur var tilkynnt að börnin fengju bara aðstöðu á neðri hæðinni í Víkinni af því Víkingur er ekki til í að gefa eftir aðgang að hátíðarsalnum,“ skrifar hún. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð hússins; annars vegar tengibygginguna, sem Guðríður lýsir sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér efst í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. „Skólastjóranum finnst þetta bara frábært og skilur ekkert í því að kennarar og foreldrar séu ósáttir,“ skrifar Guðríður. ... vertu til að leggja hönd á plóg... segir á Fossvogsskólaskiltinu.vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu og alveg rosalega reið. Hvernig á ég að bjóða barninu mínu upp á þennan hrylling? Er þetta í alvöru boðlegt? Myndu Dagur B. Eggertsson og Skúli Helgason vera sáttir við að börnin þeirra yrðu sett í þessa stöðu?“ spyr hún sig. „Ég veit ekki hvað hægt er að gera til þess að fólkið sem stýrir borginni mæti í vinnuna og sinni henni af alvöru.“ Mikilvægt að verja af kappi allt íþróttastarf Víkings Fyrirhugað er að skólastarfið verði þarna í þrjár vikur en að sögn Guðríðar lýkur grenndarkynningu bráðabirgðaskúranna, sem eiga þá að taka við í Fossvoginum, næsta miðvikudag og þá eigi eftir að setja þá upp og tengja við rafmagn og vatn. Í pósti sem Ingibjörg Ýr og Árni Freyr, stjórnendur í Fossvogsskóla, sendu á foreldra í kvöld segir að samkomulag sé milli íþróttafélagsins Víkings og skólans um að „verja af kappi allt íþróttastarfs Víkings sem er á góðri siglingu í knattspyrnunni“. „Á sama tíma og við hugum að því að verja íþróttastarf Víkings þá huga þeir að velsæld okkar. Þannig hagnast báðir aðilar,“ segja þau. Nemendur verða fluttir milli Fossvogsskóla og hinna staðanna þar sem kennslan fer fram með rútum á morgnana og í lok dags. „Það kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að vera í Víkingsheimilinu með starfsemi 2. til 4. bekkjar og það er skiljanlegt. Við þurfum því að hafa í huga að skólinn er annað og meira en húsnæðið sem hýsir starfsemina; hann er fyrst og fremst mannauðurinn sem þar er; nemendur, starfsfólkið og svo þið foreldrarnir,“ segir í póstinum. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Skólastarfið á því að fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. „Í tvö og hálft ár höfum við barist með kjafti og klóm við báknið Reykjavíkurborg um ásættanlega kennsluaðstöðu fyrir börnin okkar. Í tvö og hálft ár höfum við rekið okkur á hvern vegginn á fætur öðrum, lygarnar, svikin og hortugheitin sem við höfum mætt af hálfu Reykjavíkurborgar eiga sér vart fordæmi,“ skrifar Guðríður Svana Bjarnadóttir foreldri á Facebook síðu sinni um málið í kvöld. Börnin fái kennslu á skítugum klósettgangi Hún segist ekki hafa verið yfir sig hrifna þegar hún heyrði af því að börnin ættu að fá aðstöðu í Víkinni en ákvað að eigin sögn að gefa því séns. „Botninn tók svo úr í dag þegar okkur var tilkynnt að börnin fengju bara aðstöðu á neðri hæðinni í Víkinni af því Víkingur er ekki til í að gefa eftir aðgang að hátíðarsalnum,“ skrifar hún. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð hússins; annars vegar tengibygginguna, sem Guðríður lýsir sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér efst í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. „Skólastjóranum finnst þetta bara frábært og skilur ekkert í því að kennarar og foreldrar séu ósáttir,“ skrifar Guðríður. ... vertu til að leggja hönd á plóg... segir á Fossvogsskólaskiltinu.vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu og alveg rosalega reið. Hvernig á ég að bjóða barninu mínu upp á þennan hrylling? Er þetta í alvöru boðlegt? Myndu Dagur B. Eggertsson og Skúli Helgason vera sáttir við að börnin þeirra yrðu sett í þessa stöðu?“ spyr hún sig. „Ég veit ekki hvað hægt er að gera til þess að fólkið sem stýrir borginni mæti í vinnuna og sinni henni af alvöru.“ Mikilvægt að verja af kappi allt íþróttastarf Víkings Fyrirhugað er að skólastarfið verði þarna í þrjár vikur en að sögn Guðríðar lýkur grenndarkynningu bráðabirgðaskúranna, sem eiga þá að taka við í Fossvoginum, næsta miðvikudag og þá eigi eftir að setja þá upp og tengja við rafmagn og vatn. Í pósti sem Ingibjörg Ýr og Árni Freyr, stjórnendur í Fossvogsskóla, sendu á foreldra í kvöld segir að samkomulag sé milli íþróttafélagsins Víkings og skólans um að „verja af kappi allt íþróttastarfs Víkings sem er á góðri siglingu í knattspyrnunni“. „Á sama tíma og við hugum að því að verja íþróttastarf Víkings þá huga þeir að velsæld okkar. Þannig hagnast báðir aðilar,“ segja þau. Nemendur verða fluttir milli Fossvogsskóla og hinna staðanna þar sem kennslan fer fram með rútum á morgnana og í lok dags. „Það kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að vera í Víkingsheimilinu með starfsemi 2. til 4. bekkjar og það er skiljanlegt. Við þurfum því að hafa í huga að skólinn er annað og meira en húsnæðið sem hýsir starfsemina; hann er fyrst og fremst mannauðurinn sem þar er; nemendur, starfsfólkið og svo þið foreldrarnir,“ segir í póstinum.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03
Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. 26. maí 2021 21:58