Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 11:30 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir hefur gert það gott í Hollywood undanfarin ár. Tara Ziemba/Getty Images Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. Elísabet Ólafía hefur um árabil getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur til að mynda klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, John Wick og Contraband. Árið 2021 koma út myndirnar Kate og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sem klipptar eru af Elísabetu. Í öðru sæti á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins er Óskar Magnússon rithöfundur og bóndi en hann þénaði rúmlega fjórar og hálfa milljón króna á síðasta ári. Óskar er einn eigenda Þórsmarkar ehf. sem gefur út Morgunblaðið. Þriðja sætið á listanum vermir Tolli Morthens myndlistarmaður með mánaðartekjur upp á þrjár milljónir króna. Í fjórða sæti er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson en hann þénaði rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Bækur Ragnars eru gefnar út um allan heim og hafa selst vel. Ragnar starfar á fjárfestingarsviði Arion banka samhliða ritstörfum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er fimmti tekjuhæsti listamaður ársins 2020 með tekjur upp á 1,8 milljón króna á mánuði. Tekjuhæstu listamenn landsins árið 2020 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður 6.242 þúsund Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi 4.648 þúsund Tolli Morthens, listamaður 3.028 þúsund Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur 2.171 þúsund Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður 1.783 þúsund Baltasar Kormákur Baltarsson, leikstjóri 1.524 þúsund Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfundur 1.495 þúsund Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður 1.390 þúsund Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarmaður 1.374 þúsund Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri 1.347 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Bíó og sjónvarp Myndlist Tekjur Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Elísabet Ólafía hefur um árabil getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur til að mynda klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, John Wick og Contraband. Árið 2021 koma út myndirnar Kate og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sem klipptar eru af Elísabetu. Í öðru sæti á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins er Óskar Magnússon rithöfundur og bóndi en hann þénaði rúmlega fjórar og hálfa milljón króna á síðasta ári. Óskar er einn eigenda Þórsmarkar ehf. sem gefur út Morgunblaðið. Þriðja sætið á listanum vermir Tolli Morthens myndlistarmaður með mánaðartekjur upp á þrjár milljónir króna. Í fjórða sæti er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson en hann þénaði rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Bækur Ragnars eru gefnar út um allan heim og hafa selst vel. Ragnar starfar á fjárfestingarsviði Arion banka samhliða ritstörfum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er fimmti tekjuhæsti listamaður ársins 2020 með tekjur upp á 1,8 milljón króna á mánuði. Tekjuhæstu listamenn landsins árið 2020 Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður 6.242 þúsund Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi 4.648 þúsund Tolli Morthens, listamaður 3.028 þúsund Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur 2.171 þúsund Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður 1.783 þúsund Baltasar Kormákur Baltarsson, leikstjóri 1.524 þúsund Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfundur 1.495 þúsund Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður 1.390 þúsund Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarmaður 1.374 þúsund Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri 1.347 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Bíó og sjónvarp Myndlist Tekjur Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira