Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Dagur Lárusson skrifar 17. ágúst 2021 22:22 Þróttarar taka á móti Stjörnustúlkum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var heldur fjörugur en það voru Þróttarar sem voru sterkari aðilinn. Besta færi fyrri hálfleiksins kom á 31.mínútu en þá átti Andrea Rut Bjarnadóttir skot í þverslánna eftir darraðadans í teignum. Þrátt fyrir fjörugan leik og nóg af færum þá leit ekkert mark dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Mörkin komu hins vegar í seinni hálfleiknum. Fyrsta mark leiksins kom á 50.mínútu leiksins en þá átti Þróttur hornspyrnu. Andrea Rut Bjarnadóttir sendi boltann fast inn á teig þar sem Katherine Amanda virtist skalla boltann fast í Heiðu Ragney, leikmann Stjörnunar, og boltinn fór af henni og í netið, sjálfsmark. Við tóku heldur óvenjulegar mínútur þar sem öll orka virtist vera farin úr báðum liðum. Hvorugt liðið átti álitlegar sóknir og einkenndust þessar mínútur af miklu miðjumoði. Það var ekki fyrr en á 81.mínútu þar sem dró aftur til tíðinda en þá var mikill darraðadans inn á teig Stjörnunar sem endaði með því að Dani Rhodes náði að pota stóru tánni í boltann og í netið. Staðan því orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigrinum er Þróttur komið með 22 stig og er því komið upp fyrir Stjörnuna í 3.sætið. Stjarnan situr í 4.sætinu með 19 stig. Afhverju vann Þróttur? Sóknarleikur Þróttar var mikið öflugri heldur en sóknarleikur Stjörnunnar í þessum leik. Liðsmenn Þróttar sköpuðu sér mikið af færum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér þau. Nýtingin var þó betri í seinni hálfleiknum skilaði stigunum þremur. Eins og Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði eftir leik þá var erfitt fyrir Stjörnuna að spila án sinna markahæstu leikmanna og það sást á sóknarleik liðsins. Hverjir stóðu uppúr? Andrea Rut var allt í öllu í sóknarleik Þróttar og hefði auðveldlega getað skorað 2-3 mörk hefði hún nýtt færin sín. Hún skapaði hins vegar mikinn usla og lagði upp fyrsta mark Þróttar í leiknum. Álfhildur var einnig mjög öflug á miðjunni hjá Þrótti og stýrði algjörlega ferðinni. Hvað fór illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var nánast enginn. Sú eina sem skapaði einhverja hættu var Betsy, en hún átti nokkra spretti upp kantinn þar sem hún gaf fyrir en þá var enginn liðsmaður inn á teignum. Hvað gerist næst? Á mánudaginn 23.ágúst fær Þróttur Þór/KA í heimsókn á meðan Stjarnan tekur á móti Fylki daginn eftir. Nik: Sáttur með sigurinn en verðum að nýta færin betur Nik Chamberlain, þjálfari Þróttara, var sáttur við stigin þrjú. ,,Ég er mjög sáttur. Það var kannski 10-12 mínútna tímabil í seinni hálfleiknum, rétt eftir að við komumst yfir, þar sem spilamennskan var ekki nægilega góð en síðan náðum við aftur tökum á leiknum aftur,” byrjaði Nik á því að segja. ,,Mér fannst við spila boltanum vel, við spiluðum honum hratt á milli okkar en við hefðum mögulega átt að nýta okkur betur þau færu sem við komumst í, en sem betur fer kom það ekki í bakið á okkur.” Þróttur óð í marktækifærum í fyrri hálfleiknum en náði ekki að skora og var Nik ekki sáttur með það. ,,Ég var ekki sáttur með það. Uppspilið var algjörlega fullkomið í þessum færum og nákvæmlega hvernig við erum búin að vera að æfa. En eins og ég hef sagt við stelpurnar þá vantar það oft upp á að við vöndum okkur þegar við komumst í góð færi. Þess vegna verða þær að fara að taka eftir þessu og bæta þetta í næstu leikjum. Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna ,,Mér sýnist þetta hafa verið sanngjörn úrslit já, svona miðað við hvernig leikurinn spilaðist,” byrjaði Kristján á að segja. ,,Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleiknum, það tók að vísu smá tíma fyrir okkur að átta okkur á því hvernig við ætluðum að gera þetta. Okkur leið hins vegar ekki rosalega vel svona aftarlega og færðum okkur því framar í seinni hálfleiknum og þá fáum við á okkur þarna tvö upphlaup sem verða að marki. En þrátt fyrir það þá varð þetta aðeins skemmtilegri leikur fyrir okkur að spila. ,,Við auðvitað spiluðum þennan leik án þess að vera með tvo markahæstu leikmennina okkar og það gefur auga leið að það er erfitt. Katrín auðvitað kemur inn í upphafi móts þar sem við vorum að leitast eftir framherja, en núna dettur hún út og þá eru aðrir framherjar ekki búnir að jafna sig á sínum eigin meiðslum. En við verðum að finna einhverja leið til þess að vera aðeins þyngri fram á við. Leikurinn í kvöld var mikilvægur í baráttunni um þriðja sætið í deildinni en Kristján segir að sitt sé alls ekki búið að gefast upp í þeirri baráttu. ,,Það eru fjórir leikir eftir og það eru allt leikir sem við ætlum okkur að vinna, þannig baráttan heldur áfram,”endaði Kristján á að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Þróttur Reykjavík Stjarnan
Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var heldur fjörugur en það voru Þróttarar sem voru sterkari aðilinn. Besta færi fyrri hálfleiksins kom á 31.mínútu en þá átti Andrea Rut Bjarnadóttir skot í þverslánna eftir darraðadans í teignum. Þrátt fyrir fjörugan leik og nóg af færum þá leit ekkert mark dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Mörkin komu hins vegar í seinni hálfleiknum. Fyrsta mark leiksins kom á 50.mínútu leiksins en þá átti Þróttur hornspyrnu. Andrea Rut Bjarnadóttir sendi boltann fast inn á teig þar sem Katherine Amanda virtist skalla boltann fast í Heiðu Ragney, leikmann Stjörnunar, og boltinn fór af henni og í netið, sjálfsmark. Við tóku heldur óvenjulegar mínútur þar sem öll orka virtist vera farin úr báðum liðum. Hvorugt liðið átti álitlegar sóknir og einkenndust þessar mínútur af miklu miðjumoði. Það var ekki fyrr en á 81.mínútu þar sem dró aftur til tíðinda en þá var mikill darraðadans inn á teig Stjörnunar sem endaði með því að Dani Rhodes náði að pota stóru tánni í boltann og í netið. Staðan því orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigrinum er Þróttur komið með 22 stig og er því komið upp fyrir Stjörnuna í 3.sætið. Stjarnan situr í 4.sætinu með 19 stig. Afhverju vann Þróttur? Sóknarleikur Þróttar var mikið öflugri heldur en sóknarleikur Stjörnunnar í þessum leik. Liðsmenn Þróttar sköpuðu sér mikið af færum í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að nýta sér þau. Nýtingin var þó betri í seinni hálfleiknum skilaði stigunum þremur. Eins og Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði eftir leik þá var erfitt fyrir Stjörnuna að spila án sinna markahæstu leikmanna og það sást á sóknarleik liðsins. Hverjir stóðu uppúr? Andrea Rut var allt í öllu í sóknarleik Þróttar og hefði auðveldlega getað skorað 2-3 mörk hefði hún nýtt færin sín. Hún skapaði hins vegar mikinn usla og lagði upp fyrsta mark Þróttar í leiknum. Álfhildur var einnig mjög öflug á miðjunni hjá Þrótti og stýrði algjörlega ferðinni. Hvað fór illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var nánast enginn. Sú eina sem skapaði einhverja hættu var Betsy, en hún átti nokkra spretti upp kantinn þar sem hún gaf fyrir en þá var enginn liðsmaður inn á teignum. Hvað gerist næst? Á mánudaginn 23.ágúst fær Þróttur Þór/KA í heimsókn á meðan Stjarnan tekur á móti Fylki daginn eftir. Nik: Sáttur með sigurinn en verðum að nýta færin betur Nik Chamberlain, þjálfari Þróttara, var sáttur við stigin þrjú. ,,Ég er mjög sáttur. Það var kannski 10-12 mínútna tímabil í seinni hálfleiknum, rétt eftir að við komumst yfir, þar sem spilamennskan var ekki nægilega góð en síðan náðum við aftur tökum á leiknum aftur,” byrjaði Nik á því að segja. ,,Mér fannst við spila boltanum vel, við spiluðum honum hratt á milli okkar en við hefðum mögulega átt að nýta okkur betur þau færu sem við komumst í, en sem betur fer kom það ekki í bakið á okkur.” Þróttur óð í marktækifærum í fyrri hálfleiknum en náði ekki að skora og var Nik ekki sáttur með það. ,,Ég var ekki sáttur með það. Uppspilið var algjörlega fullkomið í þessum færum og nákvæmlega hvernig við erum búin að vera að æfa. En eins og ég hef sagt við stelpurnar þá vantar það oft upp á að við vöndum okkur þegar við komumst í góð færi. Þess vegna verða þær að fara að taka eftir þessu og bæta þetta í næstu leikjum. Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna ,,Mér sýnist þetta hafa verið sanngjörn úrslit já, svona miðað við hvernig leikurinn spilaðist,” byrjaði Kristján á að segja. ,,Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleiknum, það tók að vísu smá tíma fyrir okkur að átta okkur á því hvernig við ætluðum að gera þetta. Okkur leið hins vegar ekki rosalega vel svona aftarlega og færðum okkur því framar í seinni hálfleiknum og þá fáum við á okkur þarna tvö upphlaup sem verða að marki. En þrátt fyrir það þá varð þetta aðeins skemmtilegri leikur fyrir okkur að spila. ,,Við auðvitað spiluðum þennan leik án þess að vera með tvo markahæstu leikmennina okkar og það gefur auga leið að það er erfitt. Katrín auðvitað kemur inn í upphafi móts þar sem við vorum að leitast eftir framherja, en núna dettur hún út og þá eru aðrir framherjar ekki búnir að jafna sig á sínum eigin meiðslum. En við verðum að finna einhverja leið til þess að vera aðeins þyngri fram á við. Leikurinn í kvöld var mikilvægur í baráttunni um þriðja sætið í deildinni en Kristján segir að sitt sé alls ekki búið að gefast upp í þeirri baráttu. ,,Það eru fjórir leikir eftir og það eru allt leikir sem við ætlum okkur að vinna, þannig baráttan heldur áfram,”endaði Kristján á að segja.