Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. Bandaríkjaher yfirgaf svo landið fyrr í sumar og sömuleiðis hersveitir Bretlands og annarra NATO ríkja. Eftir að hersveitirnar höfðu yfirgefið landið leið ekki á löngu þar til fór að bera á uppgangi Talibana og þeir tóku yfir hverja borgina á fætur annarri. Hér má sjá héruð sem Talibanar stjórna, annars vegar þann 9. júlí og hins vegar þann 16. ágúst.BBC/skjáskot Mikil óvissa ríkir nú um ástandið í landinu og hvað muni gerast í framhaldinu en talið er ólíklegt að erlendar hersveitir muni ráðast þar aftur inn. Joe Biden Bandaríkjaforseti varði ákvörðun sína um að draga herliðið úr Afganistan með kjafti og klóm í gær og skellti skuldinni á ráðamenn landsins sem flúðu Talibana. Ákvörðun Bidens var strax harðlega gagnrýnd og hann sagður færa allt vald til Talibana. Að sögn Bidens skildi hann þá afstöðu vel en á tuttugu árum hafi Bandaríkjamönnum ekki tekist að hafa nein áhrif á Talibana, hvorki þegar þeir voru með hundrað þúsund hermenn í Afganistan né þegar þeir voru með nokkur þúsund hermenn þar. Ætluðu að byggja upp nútíma lýðræðisríki Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en Talibanar, sem þá réðu ríkjum í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, var þá „gestur“ talibanskra stjórnvalda í Afganistan og hélt úti starfsemi al-Qaeda í Afganistan. Talibanar fylgjast með erlendum fréttamönnum ræða við íbúa Kandahar í Afganistan í nóvember 2001.Robert Nickelsberg/Getty Images Ríkisstjórn Talibana féll hratt og var komið frá völdum í desember sama ár og stjórn, sem naut stuðnings Vesturveldanna, var komið til valda. Markmiðinu var náð: að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin. En eins og flestir vita lauk viðveru Bandaríkjanna í Afganistan ekki fyrr en tuttugu árum síðar. George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að markmiðin hefðu breyst. Nú ætluðu Bandaríkin að hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Hér að neðan má sjá ræðu George W. Bush þegar hann tilkynnti innrás Bandaríkjanna í Afganistan. En hverjir eru Talibanar dagsins í dag? Mawlawi Hibatullah Akhundzada hefur verið æðsti leiðtogi Talibana frá árinu 2016. Akhundzada er trúarleiðtogi Talibana en fer á sama tíma með stjórn á öllum pólitískum- og hernaðarlegum málum samtakanna. Honum til halds og trausts eru þrír aðstoðarmenn og hópur „ráðherra“ sem fara með einstök mál, til dæmis hernað, njósnir og efnahagsmál. Þá starfar sérstakt ráð innan Talibana, sem samanstendur af 26 hátt settum mönnum, og fer með ráðgefandi vald. Ráðið kallast Rahbari Shura eða Quetta Shura. Helstu leiðtogar Talibana í dag.Vísir/Sigrún Pólitískur armur Talibana er með höfuðstöðvar sínar í Doha í Katar og talar fyrir samtökunum alþjóðlega. Mullah Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana, fer fyrir pólitískum armi samtakanna. Þessi armur Talibana er sá sem fór fyrir friðarviðræðum við Bandaríkin, sem stóðu yfir frá árinu 2018, og stóð Mullah Abdul Hakim fremstur í flokki í viðræðunum. Fíkniefni helsta tekjulind Talibana Þrátt fyrir að hafa starfað í skuggunum undanfarna tvo áratugi hefur ekkert lát verið á starfsemi Talibana. En hvernig hafa samtökin fjármagnað þessa miklu starfsemi? Vígamenn Talibana taka yfir forsetahöllina í Kabúl sunnudaginn 15. ágúst 2021.AP Photo/Zabi Karimi Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er sala og útflutningur fíkniefna, ópíums og heróíns, ein stærsta tekjulind Talibana. Talið er að árin 2018 og 2019 hafi samtökin grætt meira en 400 milljónir Bandaríkjadala, eða um 50,7 milljarða íslenskra króna, á fíkniefnaviðskiptum. Það nemur um sextíu prósentum tekna samtakanna samkvæmt útreikningi Bandaríkjanna. Í skýrslu Hanif Sufizada, sérfræðings í efnahagsmálum hjá Center for Afghanistan Studies, kemur fram að aðrar tekjulindir Talibana séu námagröftur, gjafir og skattar. Þá er talið að sum ríki gefi Talibönum fjármuni, þar á meðal Íran og Pakistan. Heilagir stríðsmenn gegn yfirráðum kommúnista Til þess að skilja umhverfið sem Talibanar spruttu úr þarf í raun að fara aftur um nokkra áratugi. Á fyrri hluta tuttugustu aldar hafði konungsættin Shah farið með völd í landinu og Afganar, sem vildu nútímavæðingu líkt og bræður þeirra í Líbanon og Egyptalandi til dæmis, orðnir langþreyttir á íhaldssamri stjórn Shah ættarinnar. Árið 1973 framdi Mohammed Daoud Khan, frændi konungsins, friðsælt valdarán og varð þar með fyrsti forseti Afganistan. Sú stjórn varði þó ekki lengi en árið 1978 framdi kommúnistaflokkur Afgana valdarán. Sovéskur hermaður í Kabúl árið 1988.Robert Nickelsberg/Liaison Á aðfangadag 1979 réðust hersveitir Sovétríkjanna inn í nágrannaland sitt til að koma kommúnistaflokki landsins til aðstoðar. Þá hafði borgarastyrjöld brotist út milli kommúnista og uppreisnarliða, sem gerði Afganistan að alþjóðlegum vettvangi stríðandi fylkinga hugmyndafræða. Annars vegar var það stjórnarherinn sem naut stuðnings Sovétríkjanna, og hins vegar uppreisnarmenn, mujahideen, heilagir stríðsmenn, sem nutu meðal annars stuðnings Bandaríkjanna og Pakistan. Nemendur gegn heilögum stríðsmönnum Borgarastríðið varði í áratug en uppreisnarmönnum múslima tókst að vinna bug á hersveitum Sovétmanna árið 1988 þegar þær flúðu aftur til síns heima. Ríkisstjórn kommúnista hélt þó áfram völdum, til ársins 1992, þegar stjórnin féll. Heilagir stríðsmenn aðstoða særðan félaga sinn við að komast aftur í herbúðir í norðurhluta Afganistan árið 1988.Robert Nickelsberg/Liaison Enn eitt borgarastríðið braust út árið 1992 þegar leiðtogar mismunandi fylkinga heilagra stríðsmanna gerðu tilraun til að mynda samsteypustjórn. Ófremdarástand ríkti í landinu í tæpan áratug í viðbót en fylking Talibana leit dagsins ljós á haustmánuðum 1994. Talibanar eru samtök múslima sem námu hernað og guðfræði í skólum íslamista í Pakistan á níunda og tíunda áratugnum. Talibanar, eða nemendur upp á arabísku, nutu fljótt stuðnings Pakistan og tókst þeim að ná yfirráðum í Afganistan árið 1996 og hröktu þar með mujahideen, heilaga stríðsmenn, frá völdum. Til að kynnast betur aðstæðunum í Afganistan og Pakistan á síðari hluta tuttugustu aldar má hlusta á þætti hlaðvarpsins Í ljósi sögunnar um Osama Bin Laden. Þættirnir um leiðtoga al-Qaeda eru þrír en hlusta má á þann fyrsta í spilaranum hér að neðan: Heilagur lagabálkur Afganistan undir stjórn Talibana varð fljótt þekkt sem trúríki sem fylgdi strangri túlkun shari‘a laga. Bókstafur Talibana byggir á öfgafullri túlkun súnní-múslima á Íslam sem kallast Salafismi. Samkvæmt þeirri túlkun trúarinnar eru það ekki aðeins þeir sem ekki eru múslimar sem eru óvinir Íslam heldur allir þeir múslimar sem líta trúna frjálslyndari augum. Þeir sem urðu hvað verst úti í kjölfar yfirtöku Talibana í Afganistan voru konur og stúlkur. Frá tíu ára aldri máttu stúlkur ekki sækja skóla og þurftu að fara að klæðast búrkum – fatnaður sem hylur allt frá höfði niður að tám. Konur máttu ekki keyra bíla og áttu yfir höfði sér dauðarefsingu brytu þær þá reglu og þær máttu ekki fara út á meðal fólks án þess að vera í fylgd með karlmanni, til dæmis eiginmanni eða bróður. Uppreisnarhersveitir standa vörð á meðan almennir borgarar bíða eftir að fá mat í desember 2001.Getty/Mario Tama Sjónvörp, tónlist og kvikmyndahús voru bönnuð öllum. Morðingjar og framhjáhaldarar voru teknir af lífi á götum úti og þjófar voru aflimaðir. Ríkisstjórn Talibana reyndist Afgönum mikill bjarnargreiði. Talibanar frömdu fjöldamorð gegn trúbræðrum sínum í Afganistan, neituðu að taka á móti aðstoð Sameinuðu þjóðanna, sem leiddi til þess að almenningur svalt, og héldu úti stefnu sem kallast sviðin jörð, sem gengur út á að brenna ræktarland og heimili sem gætu nýst óvinum þeirra. Hvað hefur gerst síðan þá? Eftir að ríkisstjórn Talibana féll í desember 2001 hefur ýmislegt gengið á í Afganistan en verður hér stiklað á (mjög) stóru. Árið 2011 tilkynnti Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, að Bin Laden hafi verið ráðinn af dögum af sérsveit Bandaríkjahers. Markmiðinu var náð, helsti óvinur Bandaríkjanna var allur. Og hvað svo? Það var ekki fyrr en árið 2018 sem bandarísk yfirvöld hófu friðarviðræður við Talibana án aðkomu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda í Afganistan. Það var svo haustið 2020 sem afgönsk stjórnvöld hófu viðræður við stjórnendur Talibana í Katar en það leið ekki á löngu þar til þær viðræður töfðust og urðu í raun að engu. Donald Trump, forveri Bidens, hafði gert samkomulag við Talibana um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir 1. maí á þessu ári. Í apríl á þessu ári tilkynnti Biden Bandaríkjaforseti að hersveitir Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins myndu yfirgefa landið fyrir ellefta september næstkomandi. Það var svo í júlí sem nær allar hersveitir höfðu yfirgefið landið. Breski herinn sneri aftur til Kabúl til að koma ríkisborgurum Bretlands til aðstoðar við að flýja landið.AP/Ministry of Defence Talibanar tóku þó ekki vel í þessa seinkun Bidens og hótuðu að fjölga skæruárásum í Afganistan í kjölfar ákvörðunar Bidens. Þá kölluðu þeir eftir því að staðið yrði við samkomulagið sem þeir gerðu við Trump, þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir ekki fylgt þeim mörgu skilyrðum sem fylgdu samkomulaginu. Til að mynda var þeim gert ljóst að þeir þyrftu að slíta tengsl við al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök, sem Talibanar hafa ekki gert. Þann 6. júlí yfirgaf herlið Bandaríkjanna Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan. Tveimur dögum síðar tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að stærstur hluti herliðs Bretlands í Afganistan hefði þegar yfirgefið landið. Afganar mótmæla að Bretar hafi ákveðið að draga herlið sitt til baka.Haroon Sabawoon/Getty Talibanar létu ekki segja sér það tvisvar og hófu sókn á sama tíma. Ofbeldi fór hratt versnandi og fyrsta héraðshöfuðborgin féll í hendur Talibana þann 3. ágúst. Talibanar tóku yfir hverja borgina á fætur annarri í byrjun þessa mánaðar og á sunnudaginn tókst þeim loks að ná yfirráðum yfir Kabúl, höfuðborg landsins og Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, flúði land. Lofa öllu fögru Undanfarna daga hafa Talibanar lofað öllu fögru, meðal annars hvatt konur til að taka þátt í ríkisstjórn landsins og í dag hét talsmaður Talibana, Shuhail Shaheen, því að konur fengju háskólamenntun undir stjórn þeirra og þyrftu ekki að klæðast hinum hefðbundnu búrkum heldur þyrftu aðeins að bera slæður, hijab, á höfði. Það er þó ekki langt síðan blaðmann breska ríkisútvarpsins heimsóttu yfirráðasvæði Talibana í norðurhluta Afganistan og ræddu við stjórnanda Balkh-héraðs. Talibanar í Afganistan kalla sig í raun „Íslamska emírsdæmi Afganistan“ sem er sama nafn og þeir notuðu áður en þeim var komið frá völdum, en emírsdæmið felur í sér ítarlega stjórnskipan. Barnungar afganskar stúlkur ásamt hópi kvenna klæddar í búrkur. Myndin er frá tíunda áratugnum.Getty/Alberto Buzzola Stjórnandi Baklh-héraðs, Haji Hekmat, sagði fyrr á þessu ári í viðtalinu við BBC að Talibanar vildu shari‘a lög og ekkert annað. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir shari‘a lögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði Hekmat. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir shari‘a lögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði Hekmat. Hann sagði einnig að lítill sem enginn munur yrði á mögulegri nýrri ríkisstjórn talibana og þeirri gömlu. Þetta væru að mestu sömu mennirnir. Afganistan Fréttaskýringar Hernaður Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. 17. ágúst 2021 13:53 Afganskar knattspyrnukonur í felum og kalla á hjálp Talibanar náðu Kabúl, höfuðborg Aftanistan, undir sitt vald á sunnudag. Leikmenn afganska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa nær allar farið í felur enda óttast þær um líf sitt í kjölfar valdaskiptanna. 17. ágúst 2021 13:01 Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Bandaríkjaher yfirgaf svo landið fyrr í sumar og sömuleiðis hersveitir Bretlands og annarra NATO ríkja. Eftir að hersveitirnar höfðu yfirgefið landið leið ekki á löngu þar til fór að bera á uppgangi Talibana og þeir tóku yfir hverja borgina á fætur annarri. Hér má sjá héruð sem Talibanar stjórna, annars vegar þann 9. júlí og hins vegar þann 16. ágúst.BBC/skjáskot Mikil óvissa ríkir nú um ástandið í landinu og hvað muni gerast í framhaldinu en talið er ólíklegt að erlendar hersveitir muni ráðast þar aftur inn. Joe Biden Bandaríkjaforseti varði ákvörðun sína um að draga herliðið úr Afganistan með kjafti og klóm í gær og skellti skuldinni á ráðamenn landsins sem flúðu Talibana. Ákvörðun Bidens var strax harðlega gagnrýnd og hann sagður færa allt vald til Talibana. Að sögn Bidens skildi hann þá afstöðu vel en á tuttugu árum hafi Bandaríkjamönnum ekki tekist að hafa nein áhrif á Talibana, hvorki þegar þeir voru með hundrað þúsund hermenn í Afganistan né þegar þeir voru með nokkur þúsund hermenn þar. Ætluðu að byggja upp nútíma lýðræðisríki Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en Talibanar, sem þá réðu ríkjum í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Osama Bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, var þá „gestur“ talibanskra stjórnvalda í Afganistan og hélt úti starfsemi al-Qaeda í Afganistan. Talibanar fylgjast með erlendum fréttamönnum ræða við íbúa Kandahar í Afganistan í nóvember 2001.Robert Nickelsberg/Getty Images Ríkisstjórn Talibana féll hratt og var komið frá völdum í desember sama ár og stjórn, sem naut stuðnings Vesturveldanna, var komið til valda. Markmiðinu var náð: að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin. En eins og flestir vita lauk viðveru Bandaríkjanna í Afganistan ekki fyrr en tuttugu árum síðar. George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að markmiðin hefðu breyst. Nú ætluðu Bandaríkin að hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Hér að neðan má sjá ræðu George W. Bush þegar hann tilkynnti innrás Bandaríkjanna í Afganistan. En hverjir eru Talibanar dagsins í dag? Mawlawi Hibatullah Akhundzada hefur verið æðsti leiðtogi Talibana frá árinu 2016. Akhundzada er trúarleiðtogi Talibana en fer á sama tíma með stjórn á öllum pólitískum- og hernaðarlegum málum samtakanna. Honum til halds og trausts eru þrír aðstoðarmenn og hópur „ráðherra“ sem fara með einstök mál, til dæmis hernað, njósnir og efnahagsmál. Þá starfar sérstakt ráð innan Talibana, sem samanstendur af 26 hátt settum mönnum, og fer með ráðgefandi vald. Ráðið kallast Rahbari Shura eða Quetta Shura. Helstu leiðtogar Talibana í dag.Vísir/Sigrún Pólitískur armur Talibana er með höfuðstöðvar sínar í Doha í Katar og talar fyrir samtökunum alþjóðlega. Mullah Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana, fer fyrir pólitískum armi samtakanna. Þessi armur Talibana er sá sem fór fyrir friðarviðræðum við Bandaríkin, sem stóðu yfir frá árinu 2018, og stóð Mullah Abdul Hakim fremstur í flokki í viðræðunum. Fíkniefni helsta tekjulind Talibana Þrátt fyrir að hafa starfað í skuggunum undanfarna tvo áratugi hefur ekkert lát verið á starfsemi Talibana. En hvernig hafa samtökin fjármagnað þessa miklu starfsemi? Vígamenn Talibana taka yfir forsetahöllina í Kabúl sunnudaginn 15. ágúst 2021.AP Photo/Zabi Karimi Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er sala og útflutningur fíkniefna, ópíums og heróíns, ein stærsta tekjulind Talibana. Talið er að árin 2018 og 2019 hafi samtökin grætt meira en 400 milljónir Bandaríkjadala, eða um 50,7 milljarða íslenskra króna, á fíkniefnaviðskiptum. Það nemur um sextíu prósentum tekna samtakanna samkvæmt útreikningi Bandaríkjanna. Í skýrslu Hanif Sufizada, sérfræðings í efnahagsmálum hjá Center for Afghanistan Studies, kemur fram að aðrar tekjulindir Talibana séu námagröftur, gjafir og skattar. Þá er talið að sum ríki gefi Talibönum fjármuni, þar á meðal Íran og Pakistan. Heilagir stríðsmenn gegn yfirráðum kommúnista Til þess að skilja umhverfið sem Talibanar spruttu úr þarf í raun að fara aftur um nokkra áratugi. Á fyrri hluta tuttugustu aldar hafði konungsættin Shah farið með völd í landinu og Afganar, sem vildu nútímavæðingu líkt og bræður þeirra í Líbanon og Egyptalandi til dæmis, orðnir langþreyttir á íhaldssamri stjórn Shah ættarinnar. Árið 1973 framdi Mohammed Daoud Khan, frændi konungsins, friðsælt valdarán og varð þar með fyrsti forseti Afganistan. Sú stjórn varði þó ekki lengi en árið 1978 framdi kommúnistaflokkur Afgana valdarán. Sovéskur hermaður í Kabúl árið 1988.Robert Nickelsberg/Liaison Á aðfangadag 1979 réðust hersveitir Sovétríkjanna inn í nágrannaland sitt til að koma kommúnistaflokki landsins til aðstoðar. Þá hafði borgarastyrjöld brotist út milli kommúnista og uppreisnarliða, sem gerði Afganistan að alþjóðlegum vettvangi stríðandi fylkinga hugmyndafræða. Annars vegar var það stjórnarherinn sem naut stuðnings Sovétríkjanna, og hins vegar uppreisnarmenn, mujahideen, heilagir stríðsmenn, sem nutu meðal annars stuðnings Bandaríkjanna og Pakistan. Nemendur gegn heilögum stríðsmönnum Borgarastríðið varði í áratug en uppreisnarmönnum múslima tókst að vinna bug á hersveitum Sovétmanna árið 1988 þegar þær flúðu aftur til síns heima. Ríkisstjórn kommúnista hélt þó áfram völdum, til ársins 1992, þegar stjórnin féll. Heilagir stríðsmenn aðstoða særðan félaga sinn við að komast aftur í herbúðir í norðurhluta Afganistan árið 1988.Robert Nickelsberg/Liaison Enn eitt borgarastríðið braust út árið 1992 þegar leiðtogar mismunandi fylkinga heilagra stríðsmanna gerðu tilraun til að mynda samsteypustjórn. Ófremdarástand ríkti í landinu í tæpan áratug í viðbót en fylking Talibana leit dagsins ljós á haustmánuðum 1994. Talibanar eru samtök múslima sem námu hernað og guðfræði í skólum íslamista í Pakistan á níunda og tíunda áratugnum. Talibanar, eða nemendur upp á arabísku, nutu fljótt stuðnings Pakistan og tókst þeim að ná yfirráðum í Afganistan árið 1996 og hröktu þar með mujahideen, heilaga stríðsmenn, frá völdum. Til að kynnast betur aðstæðunum í Afganistan og Pakistan á síðari hluta tuttugustu aldar má hlusta á þætti hlaðvarpsins Í ljósi sögunnar um Osama Bin Laden. Þættirnir um leiðtoga al-Qaeda eru þrír en hlusta má á þann fyrsta í spilaranum hér að neðan: Heilagur lagabálkur Afganistan undir stjórn Talibana varð fljótt þekkt sem trúríki sem fylgdi strangri túlkun shari‘a laga. Bókstafur Talibana byggir á öfgafullri túlkun súnní-múslima á Íslam sem kallast Salafismi. Samkvæmt þeirri túlkun trúarinnar eru það ekki aðeins þeir sem ekki eru múslimar sem eru óvinir Íslam heldur allir þeir múslimar sem líta trúna frjálslyndari augum. Þeir sem urðu hvað verst úti í kjölfar yfirtöku Talibana í Afganistan voru konur og stúlkur. Frá tíu ára aldri máttu stúlkur ekki sækja skóla og þurftu að fara að klæðast búrkum – fatnaður sem hylur allt frá höfði niður að tám. Konur máttu ekki keyra bíla og áttu yfir höfði sér dauðarefsingu brytu þær þá reglu og þær máttu ekki fara út á meðal fólks án þess að vera í fylgd með karlmanni, til dæmis eiginmanni eða bróður. Uppreisnarhersveitir standa vörð á meðan almennir borgarar bíða eftir að fá mat í desember 2001.Getty/Mario Tama Sjónvörp, tónlist og kvikmyndahús voru bönnuð öllum. Morðingjar og framhjáhaldarar voru teknir af lífi á götum úti og þjófar voru aflimaðir. Ríkisstjórn Talibana reyndist Afgönum mikill bjarnargreiði. Talibanar frömdu fjöldamorð gegn trúbræðrum sínum í Afganistan, neituðu að taka á móti aðstoð Sameinuðu þjóðanna, sem leiddi til þess að almenningur svalt, og héldu úti stefnu sem kallast sviðin jörð, sem gengur út á að brenna ræktarland og heimili sem gætu nýst óvinum þeirra. Hvað hefur gerst síðan þá? Eftir að ríkisstjórn Talibana féll í desember 2001 hefur ýmislegt gengið á í Afganistan en verður hér stiklað á (mjög) stóru. Árið 2011 tilkynnti Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, að Bin Laden hafi verið ráðinn af dögum af sérsveit Bandaríkjahers. Markmiðinu var náð, helsti óvinur Bandaríkjanna var allur. Og hvað svo? Það var ekki fyrr en árið 2018 sem bandarísk yfirvöld hófu friðarviðræður við Talibana án aðkomu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda í Afganistan. Það var svo haustið 2020 sem afgönsk stjórnvöld hófu viðræður við stjórnendur Talibana í Katar en það leið ekki á löngu þar til þær viðræður töfðust og urðu í raun að engu. Donald Trump, forveri Bidens, hafði gert samkomulag við Talibana um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Afganistan fyrir 1. maí á þessu ári. Í apríl á þessu ári tilkynnti Biden Bandaríkjaforseti að hersveitir Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins myndu yfirgefa landið fyrir ellefta september næstkomandi. Það var svo í júlí sem nær allar hersveitir höfðu yfirgefið landið. Breski herinn sneri aftur til Kabúl til að koma ríkisborgurum Bretlands til aðstoðar við að flýja landið.AP/Ministry of Defence Talibanar tóku þó ekki vel í þessa seinkun Bidens og hótuðu að fjölga skæruárásum í Afganistan í kjölfar ákvörðunar Bidens. Þá kölluðu þeir eftir því að staðið yrði við samkomulagið sem þeir gerðu við Trump, þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir ekki fylgt þeim mörgu skilyrðum sem fylgdu samkomulaginu. Til að mynda var þeim gert ljóst að þeir þyrftu að slíta tengsl við al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök, sem Talibanar hafa ekki gert. Þann 6. júlí yfirgaf herlið Bandaríkjanna Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan. Tveimur dögum síðar tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að stærstur hluti herliðs Bretlands í Afganistan hefði þegar yfirgefið landið. Afganar mótmæla að Bretar hafi ákveðið að draga herlið sitt til baka.Haroon Sabawoon/Getty Talibanar létu ekki segja sér það tvisvar og hófu sókn á sama tíma. Ofbeldi fór hratt versnandi og fyrsta héraðshöfuðborgin féll í hendur Talibana þann 3. ágúst. Talibanar tóku yfir hverja borgina á fætur annarri í byrjun þessa mánaðar og á sunnudaginn tókst þeim loks að ná yfirráðum yfir Kabúl, höfuðborg landsins og Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, flúði land. Lofa öllu fögru Undanfarna daga hafa Talibanar lofað öllu fögru, meðal annars hvatt konur til að taka þátt í ríkisstjórn landsins og í dag hét talsmaður Talibana, Shuhail Shaheen, því að konur fengju háskólamenntun undir stjórn þeirra og þyrftu ekki að klæðast hinum hefðbundnu búrkum heldur þyrftu aðeins að bera slæður, hijab, á höfði. Það er þó ekki langt síðan blaðmann breska ríkisútvarpsins heimsóttu yfirráðasvæði Talibana í norðurhluta Afganistan og ræddu við stjórnanda Balkh-héraðs. Talibanar í Afganistan kalla sig í raun „Íslamska emírsdæmi Afganistan“ sem er sama nafn og þeir notuðu áður en þeim var komið frá völdum, en emírsdæmið felur í sér ítarlega stjórnskipan. Barnungar afganskar stúlkur ásamt hópi kvenna klæddar í búrkur. Myndin er frá tíunda áratugnum.Getty/Alberto Buzzola Stjórnandi Baklh-héraðs, Haji Hekmat, sagði fyrr á þessu ári í viðtalinu við BBC að Talibanar vildu shari‘a lög og ekkert annað. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir shari‘a lögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði Hekmat. „Við viljum íslamska ríkisstjórn þar sem farið verður eftir shari‘a lögum. Við munum halda heilögu stríði okkar áfram þar til kröfur okkar verða samþykktar,“ sagði Hekmat. Hann sagði einnig að lítill sem enginn munur yrði á mögulegri nýrri ríkisstjórn talibana og þeirri gömlu. Þetta væru að mestu sömu mennirnir.
Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. 17. ágúst 2021 13:53
Afganskar knattspyrnukonur í felum og kalla á hjálp Talibanar náðu Kabúl, höfuðborg Aftanistan, undir sitt vald á sunnudag. Leikmenn afganska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa nær allar farið í felur enda óttast þær um líf sitt í kjölfar valdaskiptanna. 17. ágúst 2021 13:01
Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35