Vald og valdleysi Árni Múli Jónasson skrifar 16. ágúst 2021 11:30 „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Árni Múli Jónasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar