Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 10:14 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir. Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent