Hún bíður eftir því að vera myrt Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Hernaður Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun