Hafnsögumaður ber bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 21:16 Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur verið yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar síðastliðin fimmtán ár. Vísir/Vilhelm Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakar Írisi Róbertsdóttur um einelti og lygar. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Vestmannaeyjar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Vestmannaeyjar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira