Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2021 22:22 Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17