Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 23:19 Ekki eru allir íbúar sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðisstjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum
Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira