Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum Andri Már Eggertsson skrifar 13. ágúst 2021 22:10 Málfríður Anna fagnar sigurmarki kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Valskonur eru komnar með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir 1-0 útisigur gegn Breiðablik í stórleik Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Valur er nú mð sjö stiga forskot á toppnum þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Það var allt undir þegar efstu tvö liðin mættust í stórleik umferðarinnar. Valur gat með sigri sett níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn. Blika stúlkur urðu að vinna í kvöld til að halda titil vonum sínum á lífi. Valur mætti með mikinn kraft inn í leikinn. Ída Hermannsdóttir fékk gott færi strax á upphaf mínútum leiksins þegar Elín Metta var búinn að leika á vörn Blika þar sem hún renndi boltanum á Ídu en skot hennar rétt framhjá markinu, Þegar tæplega tólf mínútur voru liðnar af leiknum tók Dóra María hornspyrnur sem rataði beint á Málfríði Önnu Eiríksdóttur sem skallaði boltann í markið og kom gestunum yfir. Valur var sterkari aðilinn heilt yfir í fyrri hálfleik og fengu þær töluvert fleiri færi en Breiðablik. Áslaug Munda fékk besta færi Blika þegar fyrirgjöf Öglu Maríu rataði beint á hana en Áslaug Munda kiksaði boltann. Valur leiddi því með einu marki þegar haldið var til hálfleiks. Fyrstu tíu mínútur Blika í síðari hálfleik voru hreint út sagt átakanlegar, það mætti halda að þær væru að spila æfingaleik frekar en að halda titilvonum sínum á lífi. Breiðablik vöknuðu síðan til lífsins og sýndu mikla baráttu og herjuðu mikið að marki Vals en vörn gestana var vel á verði á þeim kafla. Leikur Blika datt síðan niður um miðjan síðari hállfeik og áttu þær hreinlega engin svör við vel skipulögðu liði Vals sem gerði vel í að verja markið sitt allan leikinn sem á endanum skilaði þeim 0-1 sigri ásamt sjö stiga forrystu á toppinn. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valskonur voru hreint út sagt frábærarar í kvöld. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar sem Blikar höfðu engin svör við frá upphafi til enda. Hverjar stóðu upp úr? Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í marki Vals. Hún varði vel þegar það reyndi á hana í markinu og stóð vaktina heilt yfir mjög vel. Dóra María Lárusdóttir átti góðan leik á miðjunni hjá Val. Hún ógnaði einnig sífellt í föstum leikatriðum og skilaði fyrirgjöf hennar úr hornspyrnu stoðsendingu. Valskonur fagna vel og innilega eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var út í móa mest allan leikinn. Þær áttu í miklum vandræðum með að brjóta vel skipulagða Valskonur og sköpuðu þær sér afar fá færi sérstaklega ef tekið er mið af síðustu tveimur leikjum milli þessara liða. Hvað gerist næst? Breiðablik fara til Keflavíkur á HS orku völlinn miðvikudaginn 25. ágúst klukkan 18:00. Á sama tíma mætast Valur og Tindastóll á Origo vellinum. Ég er ekki þanning þjálfari að ég spila alltaf á einu og sama liðinu Vilhjálmur Kári var að vonum súr og svekktur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það er óhætt að segja að við verðum ekki Íslandsmeistarar í ár. Við tókum fund eftir leik það er mikið svekkelsi í hópnum," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik. Síðustu tveir leikir Blika gegn Val hafa þær skorað 11 mörk í heildina. Annað var upp á teningnum í kvöld þar sem þær náðu ekki að koma inn marki. „Við fengum okkar tækifæri sem við hefðum getað nýtt betur, þær voru þéttar og við náðum ekki að opna þær eins og við vildum. Við höfum spilað nokkra leiki við Val, það er ekkert óeðlilegt við það að Valur vinni einn leik með einu marki." Blika stúlkur settu litla pressu á Val í upphafi síðari hálfleiks og benti lítið til að þær voru að berjast fyrir lífi sínu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst allir í mínu liði vera að leggja sig fram en stundum ganga hlutirnir ekki upp." „Við lögðum upp ákveðna hluti í kvöld með breytingum fyrir leik sem virkaði ekki, ég tek það alfarið á mig. Mér fannst vanta bara allt flæði í leikinn og því var erfitt að opna vörn Vals." Tiffany Mc Carty er næst markahæsti leikmaður Blika. Tiffany kom ekkert við sögu í leiknum þó Blikar þurftu nauðsynlega á marki að halda. „Það er enginn sérstök ástæða fyrir því að Tiffany spilaði ekki, Tiffany spilaði síðasta leik þar sem hún stóð sig ágætlega, í kvöld höfðum við trú á að aðrir leikmenn gætu skilað framlaginu sem við þurftum." „Ég hef verið á rúlla mikið á liðinu gegnum allt tímabilið, ég er ekki þannig þjálfari sem spilar á sama liði í hverjum einasta leik, ég reyndi að nota þennan leik til að prófa ákveðna hluti sem virkaði ekki." „Við veðjuðum á Birtu Georgsdóttur sem kom inn á, Birta fékk færi undir lok leiks til að jafna en stundum tek ég ekki alltaf réttu ákvörðunina," sagði Vilhjálmur að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur
Valskonur eru komnar með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir 1-0 útisigur gegn Breiðablik í stórleik Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Valur er nú mð sjö stiga forskot á toppnum þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Það var allt undir þegar efstu tvö liðin mættust í stórleik umferðarinnar. Valur gat með sigri sett níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn. Blika stúlkur urðu að vinna í kvöld til að halda titil vonum sínum á lífi. Valur mætti með mikinn kraft inn í leikinn. Ída Hermannsdóttir fékk gott færi strax á upphaf mínútum leiksins þegar Elín Metta var búinn að leika á vörn Blika þar sem hún renndi boltanum á Ídu en skot hennar rétt framhjá markinu, Þegar tæplega tólf mínútur voru liðnar af leiknum tók Dóra María hornspyrnur sem rataði beint á Málfríði Önnu Eiríksdóttur sem skallaði boltann í markið og kom gestunum yfir. Valur var sterkari aðilinn heilt yfir í fyrri hálfleik og fengu þær töluvert fleiri færi en Breiðablik. Áslaug Munda fékk besta færi Blika þegar fyrirgjöf Öglu Maríu rataði beint á hana en Áslaug Munda kiksaði boltann. Valur leiddi því með einu marki þegar haldið var til hálfleiks. Fyrstu tíu mínútur Blika í síðari hálfleik voru hreint út sagt átakanlegar, það mætti halda að þær væru að spila æfingaleik frekar en að halda titilvonum sínum á lífi. Breiðablik vöknuðu síðan til lífsins og sýndu mikla baráttu og herjuðu mikið að marki Vals en vörn gestana var vel á verði á þeim kafla. Leikur Blika datt síðan niður um miðjan síðari hállfeik og áttu þær hreinlega engin svör við vel skipulögðu liði Vals sem gerði vel í að verja markið sitt allan leikinn sem á endanum skilaði þeim 0-1 sigri ásamt sjö stiga forrystu á toppinn. Gleðin leyndi sér ekki í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valskonur voru hreint út sagt frábærarar í kvöld. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar sem Blikar höfðu engin svör við frá upphafi til enda. Hverjar stóðu upp úr? Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í marki Vals. Hún varði vel þegar það reyndi á hana í markinu og stóð vaktina heilt yfir mjög vel. Dóra María Lárusdóttir átti góðan leik á miðjunni hjá Val. Hún ógnaði einnig sífellt í föstum leikatriðum og skilaði fyrirgjöf hennar úr hornspyrnu stoðsendingu. Valskonur fagna vel og innilega eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var út í móa mest allan leikinn. Þær áttu í miklum vandræðum með að brjóta vel skipulagða Valskonur og sköpuðu þær sér afar fá færi sérstaklega ef tekið er mið af síðustu tveimur leikjum milli þessara liða. Hvað gerist næst? Breiðablik fara til Keflavíkur á HS orku völlinn miðvikudaginn 25. ágúst klukkan 18:00. Á sama tíma mætast Valur og Tindastóll á Origo vellinum. Ég er ekki þanning þjálfari að ég spila alltaf á einu og sama liðinu Vilhjálmur Kári var að vonum súr og svekktur eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það er óhætt að segja að við verðum ekki Íslandsmeistarar í ár. Við tókum fund eftir leik það er mikið svekkelsi í hópnum," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik. Síðustu tveir leikir Blika gegn Val hafa þær skorað 11 mörk í heildina. Annað var upp á teningnum í kvöld þar sem þær náðu ekki að koma inn marki. „Við fengum okkar tækifæri sem við hefðum getað nýtt betur, þær voru þéttar og við náðum ekki að opna þær eins og við vildum. Við höfum spilað nokkra leiki við Val, það er ekkert óeðlilegt við það að Valur vinni einn leik með einu marki." Blika stúlkur settu litla pressu á Val í upphafi síðari hálfleiks og benti lítið til að þær voru að berjast fyrir lífi sínu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst allir í mínu liði vera að leggja sig fram en stundum ganga hlutirnir ekki upp." „Við lögðum upp ákveðna hluti í kvöld með breytingum fyrir leik sem virkaði ekki, ég tek það alfarið á mig. Mér fannst vanta bara allt flæði í leikinn og því var erfitt að opna vörn Vals." Tiffany Mc Carty er næst markahæsti leikmaður Blika. Tiffany kom ekkert við sögu í leiknum þó Blikar þurftu nauðsynlega á marki að halda. „Það er enginn sérstök ástæða fyrir því að Tiffany spilaði ekki, Tiffany spilaði síðasta leik þar sem hún stóð sig ágætlega, í kvöld höfðum við trú á að aðrir leikmenn gætu skilað framlaginu sem við þurftum." „Ég hef verið á rúlla mikið á liðinu gegnum allt tímabilið, ég er ekki þannig þjálfari sem spilar á sama liði í hverjum einasta leik, ég reyndi að nota þennan leik til að prófa ákveðna hluti sem virkaði ekki." „Við veðjuðum á Birtu Georgsdóttur sem kom inn á, Birta fékk færi undir lok leiks til að jafna en stundum tek ég ekki alltaf réttu ákvörðunina," sagði Vilhjálmur að lokum
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti