Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 21:13 Óskar Hrafn Þorvaldsson var stoltur af frammistöðu síns liðs í einvíginu gegn Aberdeen. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt. „Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira