Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Ferðalangar úti á nýstorknuðu hrauninu. Undir niðri getur leynst rauðglóandi kvika. Kristján Kristinsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira