Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Ferðalangar úti á nýstorknuðu hrauninu. Undir niðri getur leynst rauðglóandi kvika. Kristján Kristinsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira