Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 15:39 Hitamælirinn sýndi 107°F í borginni Ólympíu í Washington-ríki í hitabylgjunni 28. júní. Það er um 41,7°C. Fjöldi fólks lét lífið í hitanum. AP/Ted S. Warren Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá. Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16