Bein útsending: Tíu sprotafyrirtæki fá fimm mínútur til að heilla fjárfesta Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Fjárfestadagurinn fer fram í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Gróska Botninn verður sleginn í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í dag þegar fjárfestadagur fer fram í Grósku hugmyndahúsi klukkan 13. Tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr 85 umsóknum munu þar kynna hugmyndir sínar. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur Nýsköpun Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur
Nýsköpun Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira