Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:47 Líf er farið að færast yfir Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. „Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira