Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:47 Líf er farið að færast yfir Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. „Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
„Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira