Sjö lið hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta og í kvöld ræðst það hvort það verði Víkingur eða KR sem verða áttunda liðið.
Tveir leikir fóru fram í Mjólkurbikarnum á þriðjudagskvöldið og fimm leikir voru spilaðir í gærkvöldi.
Mjólkurbikarmörkin fara yfir allt það helsta í þessum leikjum en þau eru á dagskrá á Stöð 2Sport í kvöld, strax á eftir beinni útsendingu frá leik Víkings og KR sem hefst klukkan 19.15.
Henry Birgir Gunnarsson fer þá yfir alla leikina í sextán liða úrslitunum í Mjólkurbikarnum ásamt Þorkatli Mána Péturssyni.
Í lok þáttarins verður síðan dregið í átta liða úrslitin sem munu fara fram strax eftir landsleikjahléið í septembermánuði.
Í pottinum í kvöld verða eftirtalin lið:
Liðin í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla 2021:
- - Úr Pepsi Max deild karla -
- Víkingur R. eða KR
- ÍA
- HK
- Valur
- Fylkir
- Keflavík
- - Úr Lengjudeild karla -
- Vestri
- - Úr 2. deild karla -
- ÍR