Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 19:17 Innbúið er til sölu og finnur eigandinn fyrir miklum áhuga á því. visir Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“ Kynlíf Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Kross, bekkur og stærðarinnar rúm „Í rúmt ár hefur fólki staðið til boða að leigja þetta herbergi til þess að stunda kynlíf. Þeir sem vilja prufa það og hafa ekki prufað eru á síðasta séns vegna þess að núna er innbúið til sölu. Þar á meðal þessi róla og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir ætla ég að sjálfsögðu að prufa þetta tryllitæki sem allir geta nú keypt.“ Í herberginu má auk rólunnar finna kross, bekk og stærðarinnar rúm líkt og sést á þessum myndum. Eigandi herbergisins auglýsti innbúið og starfsemina til sölu á Facebook. Auglýsingin vakti mikla athygli en yfir þúsund manns hafa skrifað athugasemd við færsluna. En hvers konar starfsemi er þetta? „Þetta er bara kynlífsherbergi. Rými sem fólk getur komið í og gert hluti sem það langar til,“ segir Konráð Logn Haraldsson, athafnamaður. Pör nýti sér herbergið Hvers vegna ákvaðst þú að fara af stað með svona starfsemi? „Mér fannst þetta bara vanta. Og ég þekki það sjálfur að vera með börn á heimilinu og þurfa smá næði. Gera öðruvísi hluti en maður gerir heima hjá sér.“ Leigjendur greiða fyrir hvern klukkutíma sem kostar fimmtán þúsund krónur. Konráð segir að allir þjóðfélagshópar nýti sér þjónustuna en að pör séu í miklum meirihluta. Starfsemin hafi gengið vel en aðsókn sé sveiflukennd. „Það sem kom mér mest á óvart, eftir áramótin þá veit ég ekki hvað gerðist. Þá fór bara allt að rokseljast. Þannig þetta kemur í bylgjum.“ Veistu hvers vegna það var? „Nei ég tékkaði á fréttum en það var ekkert sem „triggeraði.“ Fólki leiðist held ég eða kannski mikil spenna eftir jólin.“ „Á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Nú sé kominn tími til að loka rekstrinum og snúa sér að öðru. Konráð segir að fólk hafi flest tekið vel í starfsemina þó hann finni fyrir gagnrýnisröddum. „Það er margt miðaldra fólk sem finnst þetta bara ekki í lagi. Mikið af fólki sem á eldri börn og ræða ekki kynlíf við hvort annað því það er óviðeigandi. Þetta á ekki að vera óviðeigandi.“ Hann telur mikilvægt að opna á umræðu um kynlíf. „Mjög mikilvægt. Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu, alls ekki.“
Kynlíf Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira