Innlent

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Íbúðirnar eru á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar.
Íbúðirnar eru á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar. Vísir/Vilhelm

Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Þetta staðfestir Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, í samtali við Vísi. Fyrr í dag greindi RÚV frá því að ráðist hefði verið í víðtæka skimun íbúa.

„Það eru enn þá nokkur sýni í vinnslu, en það er einhver smá seinagangur með þau. En, 90 prósent sýna hafa verið rannsökuð og eru neikvæð,“ segir Þórdís Hulda.

Langflestir íbúarnir sem skimaðir voru eru aldraðir. Íbúðirnar eru á vegum hjúkrunarheimilisins, sem sér íbúum þeirra fyrir mismikilli þjónustu eftir þörfum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×