Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Sandra Ósk Jóhannsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og kallar eftir vitundarvakningu. Samsett Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn. Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Hvolpar og kettlingar ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir og hefur jafnvel borið á skorti. Talið er að aukin heimavera og tími með fjölskyldu hafi ýtt undir áhuga fólks á gæludýrum en þegar aðstæður breyttust reyndi víða á þolrifin. Vísbendingar eru um að sumir hafi því reynt að losa sig við dýrin með hækkandi sól og minnkandi takmörkunum. „Það gerist á hverju einasta sumri að fólk sem fékk sér gæludýr fattar að það vill ferðast, fara til útlanda og hefur kannski ekki eins mikinn tíma fyrir dýrin sín,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. „Fólk var að fá sér dýr, var mikið heima og svo fer það aftur á vinnumarkaðinn og í skóla og hefur minni tíma. Þá hentar dýrið ekki aðstæðum og fólk er mikið að losa sig við dýrin. Við erum að sjá einhverja aukningu vegna Covid-19 en getum í raun ekki sagt með vissu hvort það séu bein tengsl.“ Sandra hefur lengi verið umhugað um dýravernd og vinnur nú meðal annars að þróun smáforritsins Dýrfinnu sem er ætlað að auðvelda leit að týndum dýrum. Þá hefur Sandra átt í samstarfi við félög á borð við Villiketti, Dýrahjálp og Kattholt. Kallar eftir vitundarvakningu Sandra segir jákvætt að enn sé mikil eftirspurn til staðar og það taki yfirleitt skamman tíma að finna nýtt heimili fyrir dýrin. „En við þurfum líka að vera meðvituð um það að eftirspurnin á eftir að verða minni en framboðið og þá verður mikið um heimilislaus dýr.“ Sandra kallar eftir vitundarvakningu og segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að gæludýraeign þurfi að vera vel ígrunduð ákvörðun. „Það er ekki bara hægt að fá sér dýr og losa sig svo við það þegar það hentar ekki.“ Í því samhengi skipti öllu máli að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefi gæludýr sem gjafir sem Sandra segir mjög algengt. „Það er í lagi að gefa dýr sem gjöf ef þú veist að tegundin hentar manneskjunni og hún vill sjá um dýrið en annars mælum við ekki með dýri sem gjöf, sérstaklega ekki fyrir börn. Dýr eru lifandi lífverur og ekki bara einhver bangsi eða leikfang sem þú getur gefið.“ Stutt er síðan fólk átti jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér. Nú eru dæmi um að tugir þúsunda fáist fyrir hvern og einn kettling. Getty/Laurie Cinotto Óábyrgt að auglýsa eftir hvaða hundi sem er Algengt er fólk auglýsi eftir hundum á Facebook og kveðst þá þiggja hvaða tegund sem er. Sandra segir það mjög gagnrýnisverða afstöðu. „Hver hundategund er gríðarlega ólík og hentar ekki öllum. Þú átt til dæmis ekki að fá þér Border collie ef þú getur ekki farið með hundinn í göngutúr þrisvar til fjórum sinnum á dag.“ Fjölmarga þætti þurfi að hafa í huga þegar kemur að því að taka að sér gæludýr. „Það er mikið af fólki sem er ekki alveg að pæla í heildarmyndinni. Það er gríðarlega skaðlegt og veldur því að þau munu gefa dýrið frá sér. Það er gríðarlega erfitt fyrir dýrin að fara af einu heimili á annað koll af kolli,“ segir Sandra og vonar að opinber umræða um þessi mál eigi eftir að reynast mikilvæg forvörn.
Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Kettir Hundar Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00
Íslendingar fara í hundana Hundaskortur er nú á Íslandi. Eftirspurn eftir því að taka að sér hund er miklu meiri en framboðið. 19. september 2020 07:01