Innlent

Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Slökkviliðið fór í 57 Covid-tengda flutninga á síðasta sólahring.
Slökkviliðið fór í 57 Covid-tengda flutninga á síðasta sólahring. Vísir/Vilhelm

„Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Þar er greint frá því að á síðasta sólahring sinnti liðið 171 sjúkraflutningi, þar af 57 Covid-tengdum flutningum og 26 forgangsverkefnum.

Þá voru dælubílar sendir út í fimm verkefni, meðal annars vegna smáelda og vatnstjóna.

Slökkviliðið kom einnig að útkalli á Móskarðshnjúkum, þar sem maður hafði fótbrotnað.

„Þetta varð samvinnuverkefni slökkviliðs, björgunarsveita og Landhelgisgæslu og gekk þetta verkefni mjög vel og var leist á einum og hálfum tíma og þökkum við félögum okkar aðstoðina,“ segir í færslunni.

„Farið nú varlega og eigið góðan dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×