Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:04 Þó prinsinn neiti að taka svara fyrir sakirnar verður engu að síður dæmt í málinu. epa/Facundo Arrizabalaga Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira