Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 21:01 Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Nýr þjóðarpúls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent landsmanna óttist nú mikið að smitast af Covid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu áhyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí. Vísir/Sigrún Meira en helmingur landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins á Íslandi miðað við þrjátíu prósent í byrjun júlí. Þessar áhyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólusettur. Vísir/Sigrún Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur landsmanna finni nú almennt fyrir miklum kvíða vegna Covid-19, samanborið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun. Vísir/Sigrún Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann Fyrir því finna sálfræðingar landsins vel en biðlistar hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sálfræðiaðstoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur. Vísir ræddi við Tómas Pál Þorvaldsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Hann segist hafa fundið vel fyrir verri andlegri líðan landsmanna. Hún komi greinilega fram í aukinni aðsókn í sálfræðiaðstoð vegna kvíða og annarra andlegra kvilla síðustu mánuði. „Með aukinni óvissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því samasemmerki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá einmitt að bóluefnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil óvissa,“ segir Tómas Páll. „Og fólk sér þá kannski ekki alveg hvenær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri óvissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri tilfinningar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira