Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2021 13:46 Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok júlí. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47
Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01