Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:36 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Ali lést einnig á fjallinu. Elia Saikaly Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér. Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér.
Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20
Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50