Hugrekki óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. ágúst 2021 09:40 Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun