Enski framherjinn Tammy Abraham hefur ekki átt upp á pallborðið síðan Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við Chelsea á síðustu leiktíð. Hann var til að mynda ekki í leikmannahóp liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að vera heill heilsu.
Roma have agreed a £34m deal to sign striker Tammy Abraham from Chelsea.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 10, 2021
Chelsea hefur gefið það út að félagið hafi lítinn áhuga á að selja hann innan ensku úrvalsdeildarinnar og því eru litlar sem engar líkur á að hann sé á leið til Arsenal sem hefur mikinn áhuga á kauða.
Einnig hefur Atalanta áhuga en eins og staðan er í dag er Roma eina félagið sem hefur boðið í leikmanninn sem ætlað er að fylla skarðið sem Edin Džeko skilur eftir sig. Hann gekk í raðir Inter á dögunum sem seldi svo Romelu Lukaku til Chelsea.
Því væru vistaskipti Abraham í raun endirinn á þriggja liða kapal þar sem liðin skipta sóknarmönnum sín á milli.
Þrátt fyrir að spila lítið á síðustu leiktíð var Tammy samt markahæstur í liði Chelsea ásamt Timo Werner með 12 mörk. Stóra spurningin er hvort hann haldi dampi í nýju landi sem hvað þekktast fyrir skipulagðan varnarleik.