Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 08:30 Maldíveyjar eru láglendasta ríki heims. Hækkun sjávarborðs um 1-2 metra á þessari öld tefldi framtíð eyjanna í hættu. Vísir/Getty Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. „Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
„Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55