Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 08:30 Maldíveyjar eru láglendasta ríki heims. Hækkun sjávarborðs um 1-2 metra á þessari öld tefldi framtíð eyjanna í hættu. Vísir/Getty Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. „Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
„Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55