Sló kúluna fimm sinnum í vatnið á sömu holu á PGA móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 16:01 Si Woo Kim lenti í verstu martröð kylfings um helgina. AP/John Amis Suður-kóreski atvinnukylfingurinn Kim Si Woo fær örugglega martraðir sem eru tengdar elleftu holunni á TPC Southwind golfvellinum í Memphis. Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans. Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans.
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira