Sló kúluna fimm sinnum í vatnið á sömu holu á PGA móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 16:01 Si Woo Kim lenti í verstu martröð kylfings um helgina. AP/John Amis Suður-kóreski atvinnukylfingurinn Kim Si Woo fær örugglega martraðir sem eru tengdar elleftu holunni á TPC Southwind golfvellinum í Memphis. Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans. Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans.
Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira