Sló kúluna fimm sinnum í vatnið á sömu holu á PGA móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 16:01 Si Woo Kim lenti í verstu martröð kylfings um helgina. AP/John Amis Suður-kóreski atvinnukylfingurinn Kim Si Woo fær örugglega martraðir sem eru tengdar elleftu holunni á TPC Southwind golfvellinum í Memphis. Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans. Golf Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Si Woo var að keppa á WGC-FedEx St. Jude Invitational mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina þegar honum tókst að slá kúluna sína fimm sinnum í vatnið og það á sömu holunni. Si Woo Kim set an unwanted PGA Tour record as he ran up an astonishing 13 at the par-three 11th on the final day of the WGC-FedEx St. Jude Invitational.— Sky Sports (@SkySports) August 8, 2021 Kim Si Woo var á parinu á deginum og fimm yfir samanlagt á mótinu þegar hann hafði lokið leik á tíu fyrstu holum dagsins. Hann var með tvo fugla og tvo skolla á hringnum þegar framundan var ellefta holan sem er par þrjú hola. Það er óhætt að segja að þar hafi allt farið í vaskinn eða vatnið ættum við kannski frekar að segja á þessari elleftu holu. Kim set an unwanted record at the weekend... https://t.co/7wYweaM8lc— Golf Monthly (@GolfMonthly) August 9, 2021 Woo byrjaði að setja teighöggið sitt í vatnið og þurfti að slá aftur 87 metrum frá holunni en setti boltann ítrekað aftur og aftur í vatnið. Á endanum hafði hann sett fimm golfbolta í röð í vatnið. Þegar hann komst loksins á flötina þá var hann kominn með ellefu högg á holunni. Hann hann kláraði síðan þessa par þrjú holu á þrettán höggum eða tíu höggum yfir pari. Þetta voru flest högg sem kylfingur hafði tapað á einni par þrjú holu á PGA móti frá árinu 1983 þegar risamótin eru ekki talin með. Si Woo Kim made a 13 on the par-3 11th hole @WGCFedEx.That marks the highest score recorded @TPCSouthwind and highest on a par 3 on TOUR (non-majors) since 1983.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 8, 2021 Kim Si Woo gafst samt ekki upp á hringnum. Hann fékk fugl á næstu holu og alls fjóra fugla á síðustu sjö holum dagsins. Hann endaði samt í neðsta sæti mótsins á átta höggum yfir parinu. Þetta var alvöru kylfingur sem var að lenda í þessum hrakningum. Woo er 26 ára gamall og hefur unnið fjögur mót á PGA mótaröðinni. Hann hefur hæst komist í 28. sæti á heimslistanum sem var í maí 2017 en er nú í 54. sæti listans.
Golf Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira