Til stóð að reisa upp reisibrúna yfir Thames-fljót til að hleypa stóru skipi fram hjá henni í gær en þegar til kastanna kom stóð á henni um miðjan dag í gær. Ekki var hægt að hleypa umferð á aftur fyrr en skömmu fyrir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Loka þurfti leiðum að brúnni á meðan viðgerðir stóðu yfir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferð hafi gengið hægt beggja vegna árinnar vegna þess síðdegis í gær.
Turnbrúin var opnuð árið 1894 og var þá talin stærsta og fullkomnasta reisibrú í heimi. Hún vanalega reist upp um 800 sinnum á hverju ári. Brúin bilaði einnig í ágúst í fyrra. Þá sat hún föst uppreist í meira en klukkustund.