Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 13:37 Frakkar eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn eftir seiglusigur á Dönum. Maja Hitij/Getty Images Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira