Norðmaðurinn ungi setti Evrópu- og Ólympíumet er hann hlaut gull Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 12:30 Ingebrigtsen var magnaður í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hinn tvítugi Jakob Ingebrigtsen hlaut í dag gull í 1500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var aðeins tveimur sekúndum frá heimsmeti en bætti bæði Evrópu- og Ólympíumet með frábæru hlaupi. Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01
Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01
Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00