Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:21 Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag og er með eins höggs forystu. mynd/gsí Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira