Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:21 Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag og er með eins höggs forystu. mynd/gsí Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð. Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð.
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira